Allt í járnum í glænýrri könnun Prósents

Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mælast innan …
Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir mælast innan vikmarka. Samsett mynd/Kristinn Magnússon

Það er allt í járn­um í glæ­nýrri skoðana­könn­un Pró­sents en aðeins tveir dag­ar eru til for­seta­kosn­inga. Halla Tóm­as­dótt­ir mæl­ist með mest fylgi en Katrín Jak­obs­dótt­ir og Halla Hrund Loga­dótt­ir fylgja henni fast á hæla og er fylg­is­mun­ur­inn inn­an vik­marka.

Þetta var kynnt í kapp­ræðum Morg­un­blaðsins og mbl.is sem er nú streymt inn á mbl.is.

Fylgstu með:

Halla Tóm­as­dótt­ir mæl­ist með 23,5% en Katrín Jak­obs­dótt­ir með 22,2%. Þar á eft­ir kem­ur Halla Hrund Loga­dótt­ir með 22%.

Jón Gn­arr með 9% fylgi

Þær þrjár mæl­ast með mark­tækt meira fylgi en Bald­ur Þór­halls­son sem mæl­ist nú með 14,6% fylgi. Jón Gn­arr mæl­ist með 9% fylgi og Arn­ar Þór Jóns­son mæl­ist með 6,1% fylgi.

Aðrir fram­bjóðend­ur mæl­ast sam­an­lagt með 2,6% fylgi.

mbl.is