This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Baldur Þórhallsson fullyrti á dögunum að fólk innan úr herbúðum Katrínar Jakobsdóttur hefði þrýst á hann um að draga framboð sitt til baka. Hann neitar að upplýsa um það hverjir meintir einstaklingar eru.
Þetta kom fram í forsetakappræðum Morgunblaðsins og mbl.is sem hægt er að horfa á í heild sinni hér.
Baldur fullyrti í kappræðum á Heimildinni að hann hefði orðið fyrir þrýstingi frá fólki í herbúðum Katrínar en hefur ekki viljað greina frá því hverjir meintir aðilar voru.
Þú ert að bjóða þig fram til þess að verða forseti lýðveldisins, kjósendur og borgarar þessa lands hljóta eiga ákveðna kröfu um hreinskilni fólks?
„Mikla hreinskilni. Ég svaraði spurningunni mjög hreinskilnislega en maður lætur ekki nöfn fylgja því sem eru í einkasamtölum, þó maður geti sagt að maður hafi orðið fyrir þrýstingi,“ sagði Baldur.
Katrín Jakobsdóttir kveðst ekki vita neitt um meint samtöl sem Baldur átti en hún hefur þó spurt fólk í sínu framboði um þetta en enginn kannast við þessi samtöl.
„En ég ætla ekki að útiloka að einhver stuðningsmaður minn hafi hringt í Baldur,“ sagði Katrín.