Katrín efst í nýrri könnun

Katrín er efst í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar.
Katrín er efst í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar. mbl.is/Óttar

Katrín Jak­obs­dótt­ir er efst for­setafram­bjóðenda í nýrri könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar með 26,3% fylgi. 

Á vef Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar er greint frá þjóðmála­könn­un, sem gerð var dag­ana 22.-30. maí og var fólk spurt hvern það myndi kjósa sem for­seta ef kosið væri í dag. Tekið var 3.250 manna úr­tak úr net­panel Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar. Alls bár­ust 1.734 svör.

Urðu niður­stöður könn­un­ar­inn­ar þær að Katrín Jak­obs­dótt­ir fékk 26,3% fylgi. Þar á eft­ir komu Halla Tóm­as­dótt­ir með 18,5% og Halla Hrund Loga­dótt­ir með 18,4%. Bald­ur Þór­halls­son er með 16,1% og Jón Gn­arr er með 9,9%. 

Arn­ar Þór Jóns­son er með 7,1% fylgi sam­kvæmt könn­un­inni, en hinir fram­bjóðend­urn­ir sex fá 1,5% eða minna. 

Þegar rýnt er nán­ar í niður­stöðurn­ar kem­ur í ljós að Katrín höfðar jafn mikið til karla og kvenna. Er fylgi henn­ar mest meðal eldra fólks og minnst meðal yngsta ald­urs­hóps­ins. Þá höfðar Katrín einkum til fólks í Suðvest­ur- og Norðvest­ur­kjör­dæmi. Þá dreif­ist fylgi henn­ar frek­ar jafnt til hægri og vinstri þegar horft er til stjórn­mála­skoðanna þeirra sem ætla að kjósa hana. 

Halla Tóm­as­dótt­ir höfðar mun meira til kvenna en karla en 23,1% kvenna hyggj­ast kjósa Höllu sam­an­borið við 13,7% karla. Þá er fólk lík­legra til að kjósa Höllu eft­ir því sem það er yngra. Halla sæk­ir fylgi sitt helst til Suðvest­ur­kjör­dæm­is, en 23,8% íbúa krag­ans hyggj­ast kjósa Höllu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina