Leggur til veiði á 161 langreyði

Hafrannsóknastofnun stendur við fyrri ráðgjöf sína um veiðar á langreyði.
Hafrannsóknastofnun stendur við fyrri ráðgjöf sína um veiðar á langreyði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haf­rann­sókna­stofn­un stend­ur við fyrri ráðgjöf sína um veiðar á langreyði og legg­ur til við mat­vælaráðherra að veitt verði 161 dýr í sum­ar.

Þetta staðfest­ir Þor­steinn Sig­urðsson for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Mat­vælaráðuneytið óskaði í gær eft­ir um­sögn­um þriggja stofn­ana, Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, Fiski­stofu og Mat­væla­stofn­un­ar, um um­sókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum og skilaði stofn­un­in um­sögn sinni í gær til mat­vælaráðuneyt­is­ins. Auk fyrr­greindra stofn­ana var óskað um­sagna frá 13 hagaðilum.

„Okk­ar hlut­verk er ráðlegg­ing um sjálf­bæra nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar og hef­ur sú ráðgjöf legið fyr­ir frá ár­inu 2017,“ seg­ir Þor­steinn og vís­ar þar til nýt­ing­ar­ráðgjaf­ar stofn­un­ar­inn­ar sem tek­ur til ár­anna 2018 til 2025. Þar seg­ir að ráðlagt sé að ár­leg veiði á langreyði á fyrr­greindu tíma­bili verði ekki meiri en 161 dýr. Kem­ur þar fram að langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upp­hafi hvala­taln­inga árið 1987 og hafi fjöldi dýra árið 2015 verið sé mesti frá því taln­ing­ar hóf­ust, en ráðgjöf­in bygg­ist á þeirri taln­ingu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: