This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
„Hvað varðar elítuna [...] mér sú umræða vera einkennileg og ég held að hún tengist skautuninni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi á forsetakappræðum Morgunblaðsins um þá umræðu að elíta íslensks samfélags hampi hennar framboði.
„Skautunina sjáum við vestanhafs, við sjáum hana í Evrópu þar sem stöðugt er verið að skipta þjóðum upp í þjóðflokka þar sem fólk tekur sér stöðu í einum þjóðflokki og bendir á annan,“ segir Katrín.
Hægt er að horfa á kappræðurnar í heild sinni hér.
Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifaði grein og sagði meiri andi elítisma birtast í kringum hana því lengra sem líður á kosningabaráttuna.
„Segjum að það sé fimmtungur eða fjórðungur landsmanna sem styðja mitt framboð samkvæmt skoðanakönnunum, erum við þá að segja að þetta sé allt elíta? Erum við þá að segja að það fólk hafi stimplað sig út úr alþýðunni og inn í elítuna?,“ spyr Katrín.