Telur umræðu um elítu einkennilega

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Hvað varðar elít­una [...] mér sú umræða vera ein­kenni­leg og ég held að hún teng­ist skaut­un­inni,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi á for­se­takapp­ræðum Morg­un­blaðsins um þá umræðu að elíta ís­lensks sam­fé­lags hampi henn­ar fram­boði.

    „Skaut­un­ina sjá­um við vest­an­hafs, við sjá­um hana í Evr­ópu þar sem stöðugt er verið að skipta þjóðum upp í þjóðflokka þar sem fólk tek­ur sér stöðu í ein­um þjóðflokki og bend­ir á ann­an,“ seg­ir Katrín.

    Hægt er að horfa á kapp­ræðurn­ar í heild sinni hér

    Auður Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur skrifaði grein og sagði meiri andi elít­isma birt­ast í kring­um hana því lengra sem líður á kosn­inga­bar­átt­una. 

    „Segj­um að það sé fimmt­ung­ur eða fjórðung­ur lands­manna sem styðja mitt fram­boð sam­kvæmt skoðana­könn­un­um, erum við þá að segja að þetta sé allt elíta? Erum við þá að segja að það fólk hafi stimplað sig út úr alþýðunni og inn í elít­una?,“ spyr Katrín.

    mbl.is