Baldur tilbúinn að virkja neyðarhemilinn

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Bald­ur Þór­halls­son hef­ur talað mikið um það hvernig hann hyggst beita embætti for­seta Íslands, eins og til dæm­is með því að vakta störf Alþing­is. Í for­se­takapp­ræðum Morg­un­blaðsins og mbl.is í gær sagði hann þetta ekki vera nýja nálg­un.

    Þetta er al­veg ný nálg­un á embættið?

    „Nei, nei það er nú ekki al­veg rétt túlk­un, því ég hef al­veg talað skýrt um það að for­seti Íslands á fylgja eft­ir ut­an­rík­is­stefnu sem Alþingi og rík­is­stjórn mark­ar á hverj­um tíma. Ég alla tíð talað skýrt um það en inn­an ut­an­rík­is­stefn­unn­ar sem er markað er ákveðið svig­rúm sem hann hef­ur til dæm­is til að tala fyr­ir friði,“ sagði Bald­ur meðal ann­ars.

    For­seti eigi að gegn aðhalds­hlut­verki

    Hann sagði það vera skýrt í stjórn­ar­skránni að for­seti eigi að gegna aðhalds­hlut­verki þegar komi að störf­um Alþing­is þó að hann eigi að sjálf­sögðu að virða dag­leg störf þings­ins.

    „Eigi að síður finnst mér mjög mik­il­vægt að þjóðin viti að á Bessa­stöðum sitji bóndi eða for­seti sem þjóðin veit að ef hún kall­ar eft­ir því, þá er for­set­inn til­bú­inn að virkja neyðar­hem­il­inn ef til þess kem­ur,“ sagði Bald­ur.

    Hann nefndi að ef Alþingi færi gegn „sam­fé­lags­sátt­mála“ lands­manna um ýmis mann­rétt­indi, eða ef Alþingi ætlaði selja Lands­virkj­un, þá væru það dæmi um mál þar sem hann myndi skjóta mál­um til þjóðar­inn­ar.

    „Það myndi ég tryggja í embætti for­seta Íslands.

    Horfðu á kapp­ræðurn­ar í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan: 

    mbl.is