Bréfaskriftir í miðjum kappræðum

Bréfaskiptin í kappræðunum í kvöld.
Bréfaskiptin í kappræðunum í kvöld. Ljósmynd/Ríkisútvarpið

Vikt­or Trausta­son hóf bréfa­skrift­ir í sjón­varps­sal RÚV í kvöld og gengu send­ing­ar milli hans og Ei­ríks Inga Jó­hanns­son­ar. 

For­setafram­bjóðend­urn­ir tveir tóku þátt í kapp­ræðum á milli sex fram­bjóðenda sem mæld­ust með minna en 5% fylgi í skoðana­könn­un Gallup í dag.

Fé­lag­arn­ir létu sér ekki leiðast og spiluðu meðal ann­ars hengi­karl (e. hangman) og myllu til þess að stytta sér stund­ir.

mbl.is