„Ég bara hrein­lega sagt man það ekki“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Spurs­mál hafa verið leiðandi vett­vang­ur í þjóðmá­laum­ræðunni í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga og hafa spurn­ing­ar og svör manna þar á und­an­förn­um vik­um vakið þjóðar­at­hygli. 

    Viðtöl­in við for­setafram­bjóðend­ur voru mark­viss og hvöss og úr þeim komu oft á tíðum at­hygl­is­verð augna­blik sem fæst­ir hafa gleymt. 

    Katrín Jak­obs­dótt­ir, Bald­ur Þór­halls­son, Halla Hrund Loga­dótt­ir, Jón Gn­arr, Halla Tóm­as­dótt­ir og Arn­ar Þór Jóns­son voru þeir for­setafram­bjóðend­ur sem mættu í settið.

    Í mynd­skeiðinu í spil­ar­an­um að ofan er hægt að sjá eft­ir­minni­leg­ustu at­vik­in á und­an­förn­um vik­um.

    Mörg eft­ir­minni­leg at­vik

    Af eft­ir­minni­leg­um svör­um má nefna þegar Bald­ur Þór­halls­son kvaðst hafa gleymt því hvað hann kaus í Ices­a­ve.

    „Ég bara ein­fald­lega, í sann­leika sagt, bara hrein­lega man það ekki. Ég bara hrein­lega sagt man það ekki,“ sagði Bald­ur aðspurður. 

    Þá vöktu svör Katrín­ar við spurn­ing­um um Lands­dóms­málið og fóst­ur­eyðing­ar mikla at­hygli og ekki vakti það minni at­hygli þegar Halla Hrund mætti í Spurs­mál. Halla Hrund var minnt á það að hún hafi vissu­lega búið í ein­býl­is­húsi og svaraði hún fyr­ir Arg­entínu­ferð sína og út­gjöld Orku­stofn­un­ar.

    Í mynd­skeiðinu í spil­ar­an­um að ofan er hægt að sjá eft­ir­minni­leg­ustu at­vik­in á und­an­förn­um vik­um. 

    mbl.is