Farið ofan í sauma forsetakosninganna

Ármann Höskuldsson, Edda Hermannsdóttir, Andrés Jónsson og Sindri Sindrason eru …
Ármann Höskuldsson, Edda Hermannsdóttir, Andrés Jónsson og Sindri Sindrason eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Spurs­mál þess­ar­ar viku verða helguð vænt­an­leg­um for­seta­kosn­ing­um sem fram fara á morg­un, laug­ar­dag. Farið verður ofan í saum­ana á löng­um aðdrag­anda kosn­ing­anna og mál­in kruf­in en líkt og alþjóð veit verður nýr for­seti lýðræðis­ins brátt kjör­inn.

Þau Edda Her­manns­dótt­ir markaðs- og sam­skipta­stjóri hjá Íslands­banka, Sindri Sindra­son fjöl­miðlamaður og Andrés Jóns­son al­manna­teng­ill mæta í settið og rýna í stöðuna sem nú blas­ir við á loka­metr­um kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Miðað við niður­stöður síðustu skoðanakann­ana gæti verið að fram und­an séu mest spenn­andi kosn­ing­ar síðustu ára­tugi.

Elds­um­brot­in einnig til umræðu

Eld­fjalla­fræðing­ur­inn Ármann Hösk­ulds­son verður einnig til viðtals í þætt­in­um. Í vik­unni hófst enn eitt eld­gosið á Reykja­nesskaga sem er það átt­unda í röðinni yfir aðeins þriggja ára tíma­bil. Verða elds­um­brot­in rædd í þaula og mat lagt á stöðu Grinda­vík­ur­bæj­ar út frá nýj­ustu sviðsmynd­um.

Ekki missa af upp­lýs­andi sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga hér á mbl.is klukk­an 14.

mbl.is