Kosningavaka heima hjá mömmu

Guðrún Hafsteinsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra ætl­ar að eyða kosn­inga­vök­unni á morg­un með stór­fjöl­skyldu sinni heima hjá móður sinni, sem fædd­ist und­ir dönsk­um kóngi.

Í spjalli að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un sagðist Guðrún vera búin að ákveða hvern hún kýs og bætti við að all­ir fram­bjóðend­urn­ir væru fram­bæri­leg­ir, hver á sinn hátt. All­ir myndu þeir sóma sér vel á Bessa­stöðum.

Fjórir af forsetaframbjóðendunum.
Fjór­ir af for­setafram­bjóðend­un­um. Sam­sett mynd/​Brynj­ólf­ur Löve

„Þetta verður mjög spenn­andi kosn­inga­kvöld og ég hlakka til að vera með minni stór­fjöl­skyldu. Við ætl­um að vera með kosn­inga­vöku þar sem móðir okk­ar, sem er ald­urs­for­seti fjöl­skyld­unn­ar, ætl­ar að bjóða okk­ur heim,” sagði Guðrún, spurð út í kosn­ing­arn­ar.

„Hún fædd­ist und­ir dönsk­um kóngi, þannig að þetta verður stór stund eins og alltaf er þegar við kjós­um nýj­an for­seta yfir lýðveld­inu Íslandi,” bætti hún við.

mbl.is