„Þetta eru bara svo margir frambjóðendur“

Enn er fólk að ákveða hvað það ætlar að kjósa …
Enn er fólk að ákveða hvað það ætlar að kjósa í forsetakosningunum. Samsett mynd/Eyþór

Á morg­un ganga lands­menn að kjör­borðinu og velja sjö­unda for­seta lýðveld­is­ins. Mbl.is fór á dög­un­um í Kringl­una og ræddi við menn um það hver myndi fá þeirra at­kvæði.

Ag­atha Rún Karls­dótt­ir kveðst vera nokkuð viss um það hver fái henn­ar at­kvæði.

„Ég er svo­lítið að hall­ast að Höllu Tóm­as­dótt­ur,“ seg­ir Ag­atha í sam­tali við mbl.is.

Ag­atha er ekki mjög póli­tísk en hún sá kapp­ræðurn­ar á Rík­is­út­varp­inu og fannst Halla hafa staðið sig vel. Þar að auki hef­ur hún tekið púls­inn á vina­fólki sem hef­ur góða hluti að segja um Höllu Tóm­as­dótt­ur.

Agatha Rún Karlsdóttir.
Ag­atha Rún Karls­dótt­ir. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Nokkr­ir fram­bjóðend­ur sem heilla ekki

Lovísa Lára Hall­dórs­dótt­ir er óákveðin en hún mun horfa á kapp­ræður Rík­is­út­varps­ins.

Eru ein­hverj­ir fram­bjóðend­ur sem heilla þig meira en aðrir?

„Það eru nokkr­ir sem heilla ekki en þetta eru bara svo marg­ir fram­bjóðend­ur að maður veit ekki al­veg hvert maður ætl­ar að fara,“ seg­ir Lovísa og hlær en bæt­ir við:

„Ég held að þetta muni koma á sein­ustu metr­un­um hjá mér.“

Lovísa Lára Halldórsdóttir.
Lovísa Lára Hall­dórs­dótt­ir. Eyþór Árna­son

Kjósa utan­kjör­fund­ar

Gréta Þór­unn Rún­ars­dótt­ir og Hilm­ir Snær Þor­valds­son voru á vapp­inu í Kringl­unni og þau eru nokk­urn veg­inn búin að ákveða sig.

„Ég er að laðast að Höllu Tóm­as­dótt­ur,“ seg­ir Gréta og Hilm­ir tek­ur und­ir en bæt­ir við að hann eigi eft­ir að kynna sér fram­bjóðend­ur aðeins meira.

Þau fljúga til út­landa á morg­un og munu því kjósa utan­kjör­fund­ar.

Gréta Þórunn Rúnarsdóttir og Hilmir Snær Þorvaldsson.
Gréta Þór­unn Rún­ars­dótt­ir og Hilm­ir Snær Þor­valds­son. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Kýs taktískt

Hanna Sif Gunn­ars­dótt­ir er að verða búin að ákveða sig og seg­ir hún að Halla Hrund Loga­dótt­ir muni lík­lega fá at­kvæðið sitt.

Er eitt­hvað sem gæti breytt því fram að kjör­dag?

„Að mínu mati þá vil ég per­sónu­lega ekki fá Katrínu Jak­obs­dótt­ir í for­seta­embættið, hrein­lega af því að hún yf­ir­gaf stöðu sína á Alþingi. Mér fannst það van­ræksla af henn­ar hálfu,“ seg­ir Hanna.

Hún kveðst ætla að kjósa taktískt í kosn­ing­un­um gegn Katrínu en er einnig sam­mála Höllu Hrund um hin ýmsu mál­efni.

Hanna Sif Gunnarsdóttir.
Hanna Sif Gunn­ars­dótt­ir. mbl.is/​Eyþór Árna­son
mbl.is