„Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef. Við höfum háð þessa kosningabaráttu á grundvelli ákveðinna málefna, með hjartanu,“ segir forsetaframbjóðandinn Baldur Þórhallsson, spurður um viðbrögð við fyrstu tölum kvöldsins.
Voru þetta kannski einhver vonbrigði?
„Þetta eru bara fyrstu tölur. Við skulum bara sjá hvað gerist þegar að stærri kjördæmin koma inn. Það er kannski erfitt að draga miklar ályktanir af fyrstu tölum,“ segir Baldur við blaðamann mbl.is.
Baldur segist ætla að vaka eitthvað fram eftir miðnætti og að minnsta kosti þangað til að fyrstu tölur hafa borist úr öllum kjördæmum.