Baldur: „Þetta eru bara fyrstu tölur“

Baldur Þórhallsson á spjalli við Eirík Inga Jóhannsson í Efstaleitinu …
Baldur Þórhallsson á spjalli við Eirík Inga Jóhannsson í Efstaleitinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er þakk­lát­ur fyr­ir þann stuðning sem ég hef. Við höf­um háð þessa kosn­inga­bar­áttu á grund­velli ákveðinna mál­efna, með hjart­anu,“ seg­ir for­setafram­bjóðand­inn Bald­ur Þór­halls­son, spurður um viðbrögð við fyrstu töl­um kvölds­ins.

Voru þetta kannski ein­hver von­brigði?

„Þetta eru bara fyrstu töl­ur. Við skul­um bara sjá hvað ger­ist þegar að stærri kjör­dæm­in koma inn. Það er kannski erfitt að draga mikl­ar álykt­an­ir af fyrstu töl­um,“ seg­ir Bald­ur við blaðamann mbl.is.

Bald­ur seg­ist ætla að vaka eitt­hvað fram eft­ir miðnætti og að minnsta kosti þangað til að fyrstu töl­ur hafa borist úr öll­um kjör­dæm­um.

mbl.is