„Ég er ánægður með þetta ferðalag“

Arnar Þór greiddi atvkæði í FG kl. 9 í morgun.
Arnar Þór greiddi atvkæði í FG kl. 9 í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var gam­an að kjósa og taka þetta loka­skref á þess­ari löngu leið,“ seg­ir Arn­ar Þór Jóns­son for­setafram­bjóðandi í sam­tali við mbl.is, en hann greiddi at­kvæði í Fjöl­brauta­skól­an­um í Garðabæ kl. 9 í morg­un.

Arn­ar Þór hef­ur varið deg­in­um á kosn­inga­skrif­stofu sinni. Hann seg­ir fjölda fólks hafa komið þangað í kaffi í dag. 

„Núna er þetta bara í hönd­um þjóðar­inn­ar og ég bara tek því sem að hönd­um ber. Ég get ekki gert meir,“ seg­ir Arn­ar Þór.

Arnar mætti á kjörstað ásamt eiginkonu sinni.
Arn­ar mætti á kjörstað ásamt eig­in­konu sinni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ánægju­leg reynsla

Arn­ar Þór verður með kosn­inga­vöku í Ármúla 15 í kvöld. Hann seg­ir alla vel­komna þangað.

Hann seg­ir kosn­inga­bar­átt­una hafa verið þrosk­andi. Eðli­lega hef­ur mikið verið að gera hjá Arn­ari síðustu vik­ur og seg­ist hann því ætla að hvíla sig vel í næstu viku.

„Ég er ánægður með þetta ferðalag. Þetta hef­ur verið góð og ánægju­leg reynsla. Þetta hef­ur verið þrosk­andi á marg­an hátt.“

mbl.is