Fara yfir niðurstöðurnar á hádegi á morgun

Landskjörstjórn mun koma saman til fundar á morgun, 2. júní, …
Landskjörstjórn mun koma saman til fundar á morgun, 2. júní, klukkan 12 og fara yfir niðurstöðu talningar frá yfirkjörstjórnum kjördæma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjörstaðir eru nú opn­ir og kjós­end­ur streyma að til þess að koma atvæðum sín­um til skila og sín­um fram­bjóðanda í for­seta­stól­inn. Bú­ist er við því að taln­ingu atvæða í kjör­dæmun­um sex muni ljúka und­ir morg­un 2. júní.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lands­kjör­stjórn.

Hún mun koma sam­an klukk­an 12:00 á morg­un og fara yfir niður­stöðu taln­ing­ar frá yfir­kjör­stjórn­um kjör­dæm­ana. 

Þann 25. júní næst­kom­andi mun lands­kjör­stjórn síðan koma sam­an, úr­sk­urða um gildi ágrein­ings­at­kvæða og lýsa úr­slit­um kosn­ing­anna.

mbl.is