Kjörstaðir eru nú opnir og kjósendur streyma að til þess að koma atvæðum sínum til skila og sínum frambjóðanda í forsetastólinn. Búist er við því að talningu atvæða í kjördæmunum sex muni ljúka undir morgun 2. júní.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landskjörstjórn.
Hún mun koma saman klukkan 12:00 á morgun og fara yfir niðurstöðu talningar frá yfirkjörstjórnum kjördæmana.
Þann 25. júní næstkomandi mun landskjörstjórn síðan koma saman, úrskurða um gildi ágreiningsatkvæða og lýsa úrslitum kosninganna.