Fjölgun á Nesinu á kjördag

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:09
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:09
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Það er held­ur bet­ur gleðidag­ur á Seltjarn­ar­nesi í dag, en álft, sem talið er að sé álft­in Svandís Sig­ur­geirs­dótt­ir, eignaðist unga í dag. Talið er að þeir séu fjór­ir tals­ins. 

Mynd­skeið af Svandísi og ung­un­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan.

Svandís varð landsþekkt árið 1994 þegar hún sást hreiðra um sig í Sig­ur­geirs­hólma sem þá hafði ný­lega verið reist­ur í Bakka­tjörn. Hólm­inn var nefnd­ur í höfuðið á Sig­ur­geiri Sig­urðar­syni, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra Seltjarn­ar­ness, sem lét reisa hann. 

Von­ar að ung­arn­ir lifi

Síðasta sum­ar eignaðist Svandís tvo unga en þeir voru annað hvort étn­ir eða drepn­ir inn­an sól­ar­hrings frá fæðingu.

Þór Sig­ur­geirs­son, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi, seg­ir þessa fjölg­un Svandís­ar ánægju­lega. Hann von­ast til að ung­arn­ir fái að vera í friði.

„Nú von­um við að þetta gangi vel,“ seg­ir Þór í sam­tali við mbl.is. 

mbl.is