Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns Gnarr, segir að dagurinn í dag hafi verið „hektískur“ en mjög gleðilegur.
„Þetta byrjaði sem fjölskylduboð, Jón og Jóga voru með stúdentsveislu fyrir Nonna. Núna er þetta að svolítið að þróast út í kosningapartí,“ segir Heiða Kristín í samtali við mbl.is á kosningavökunni.
„Við erum að fara þetta í ákveðnu flæði og hjartatengingu. Við sjáum bara hvort að það beri okkur alla leið á Bessastaði eða ekki.“
Heiða Kristín segir kosningabaráttuna hafa verið mjög skemmtilega.
„Þetta er alveg krefjandi verkefni, en samt er þetta einhvern vegin þannig að þetta er ekkert eins og að vera í kosningabaráttu. Ef maður hefur gaman af þessu, þá er einhver kraftur sem nærir mann.“