Flæði og hjartatenging í kosningapartíi Jóns Gnarr

„Þetta byrjaði sem fjölskylduboð, Jón og Jóga voru með stúdentsveislu …
„Þetta byrjaði sem fjölskylduboð, Jón og Jóga voru með stúdentsveislu fyrir Nonna. Núna er þetta að svolítið að þróast út í kosningapartí,“ segir Heiða Kristín. mbl.is/Agnar Már

Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, sem er í kosn­ingat­eymi Jóns Gn­arr, seg­ir að dag­ur­inn í dag hafi verið „hektísk­ur“ en mjög gleðileg­ur.

 „Þetta byrjaði sem fjöl­skyldu­boð, Jón og Jóga voru með stúd­ents­veislu fyr­ir Nonna. Núna er þetta að svo­lítið að þró­ast út í kosn­ingapartí,“ seg­ir Heiða Krist­ín í sam­tali við mbl.is á kosn­inga­vök­unni.

„Við erum að fara þetta í ákveðnu flæði og hjarta­teng­ingu. Við sjá­um bara hvort að það beri okk­ur alla leið á Bessastaði eða ekki.“

Nær­andi kraft­ur

Heiða Krist­ín seg­ir kosn­inga­bar­átt­una hafa verið mjög skemmti­lega.

„Þetta er al­veg krefj­andi verk­efni, en samt er þetta ein­hvern veg­in þannig að þetta er ekk­ert eins og að vera í kosn­inga­bar­áttu. Ef maður hef­ur gam­an af þessu, þá er ein­hver kraft­ur sem nær­ir mann.“

Heiða Kristín Helgadóttir.
Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir
mbl.is