Vegna eldgosa og afleiðinga þeirra munu Grindvíkingar eða fólk með lögheimili í Grindavík geta nýtt kosningarétt sinn í Reykjanesbæ, nánar til tekið að Skógarbraut 945 eða í húsi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar.