Hnífjafnar í veðbönkum

Staðan hefur breyst frá því í gærkvöldi.
Staðan hefur breyst frá því í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Tóm­as­dótt­ir og Katrín Jak­obs­dótt­ir eru nú hníf­jafn­ar hjá veðbank­an­um Cool­bet með stuðul­inn 1.90 hvor um sig.

Stuðull­inn seg­ir til um ávöxt­un pen­ings­ins sem veðjað er á ákveðinn fram­bjóðanda. Það er að segja því lægri sem stuðull­inn þeim mun lík­legra er talið að fram­bjóðand­inn hljóti kjör. Í gær­kvöldi var Halla efst með stuðul­inn 1.85 og Katrín í öðru sæti með stuðul­inn 2.05.

Tölu­vert bil er á milli efstu tveggja sæt­anna og því þriðja en þar sit­ur Halla Hrund Loga­dótt­ir með stuðul­inn 8.00. Bald­ur er síðan í því fjórða með stuðul­inn 18.00 og Jón Gn­arr í því fimmta með 20.00.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina