Katrín segist bjartsýn fyrir kvöldinu

Katrín Jakobsdóttir mætti snemma á kjörstað í morgun.
Katrín Jakobsdóttir mætti snemma á kjörstað í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Bara vel, þetta er nátt­úru­lega búið að vera al­veg rosa gam­an. Þetta er bú­inn að vera ofboðslega fjöl­breytt­ur hóp­ur sem hef­ur unnið með mér að mínu fram­boði og mörg hundruð manns um land allt. Ég held að það séu bara mjög fal­leg vina­sam­bönd að verða til í kring­um þessa kosn­inga­bar­áttu,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi spurð að því hvernig dag­ur­inn legg­ist í hana.

Blaðamaður náði tali af Katrínu þegar hún var að kjósa í Haga­skóla fyr­ir stundu.

„Við erum búin að leggja mikla áherslu á að vera með já­kvæðni að leiðarljósi, gleði og stemn­ingu og það hef­ur sann­ar­lega gengið eft­ir. Þannig að nú verður bara loka­dag­ur­inn og við vor­um að gefa birki­hrísl­ur í gær og erum búin að vera að dreifa bréf­um til fyrstu kjós­enda þar á und­an. Í dag standa all­ir vakt­ina í kosn­ingakaffi um land allt þannig að þetta verður bara skemmti­leg­ur dag­ur,“ seg­ir hún.

„Í dag standa allir vaktina í kosningakaffi um land allt …
„Í dag standa all­ir vakt­ina í kosn­ingakaffi um land allt þannig að þetta verður bara skemmti­leg­ur dag­ur,“ seg­ir Katrín. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Verið mikið í raun­heim­um

Innt eft­ir því hvort það sé eitt­hvað sem henni hafi fund­ist ein­kenna bar­átt­una ít­rek­ar Katrín að fram­boð henn­ar hafi lagt upp með fyrr­nefnda sýn á kosn­ing­arn­ar.

„Bar­átt­an er auðvitað búin að vera tals­vert löng og ströng og kannski meiri at­hygli á henni en ég átti endi­lega von á í upp­hafi. En það sem mér hef­ur alla vega fund­ist ein­kenna mína bar­áttu er að við höf­um valið það að vera mjög mikið í raun­heim­um og halda marga fundi. Við náðum að halda 60 fundi og viðburði hring­inn í kring­um landið, ég er mjög stolt af því og það hef­ur verið það skemmti­leg­asta myndi ég segja.“

Katrín ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Sigvaldasyni.
Katrín ásamt eig­in­manni sín­um, Gunn­ari Sig­valda­syni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Stolt af sinni bar­áttu

Þá seg­ist Katrín vera bjart­sýn fyr­ir kvöld­inu.

„Ég held þetta verði spenn­andi en fyrst og fremst er ég mjög stolt af minni bar­áttu og því fólki sem hef­ur staðið þá vakt með mér. Þannig að ég fer mjög sátt inn í kvöldið og svo kem­ur þetta bara í ljós, ég held þetta verði mjög spenn­andi.“

Katrín segist bjartsýn fyrir kvöldinu sem hún telur jafnframt verða …
Katrín seg­ist bjart­sýn fyr­ir kvöld­inu sem hún tel­ur jafn­framt verða mjög spenn­andi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Spurð að lok­um hvert verði henn­ar fyrsta verk, þó ekki embættis­verk, þegar bar­átt­unni ljúki svar­ar Katrín því til að hún hlakki mest til að fara að elda mat heima hjá sér. 

„Það segi ég bara al­veg ein­læg­lega frá hjartarót­um,“ seg­ir hún og hlær. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is