Kjörsóknin ívið betri í þetta sinn

Leifur Valentín Gunnarsson er oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis Suður,.
Leifur Valentín Gunnarsson er oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis Suður,. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjör­sókn er ívið betri í þetta sinn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður en í síðustu for­seta­kosn­ing­um.

Þetta staðfesti Leif­ur Valentín Gunn­ars­son, odd­viti yfir­kjör­stjórn­ar Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, í sam­tali við blaðamann mbl.is á staðnum. Hér er hægt að fylgj­ast með kjör­sókn í Reykja­vík á hverj­um klukku­tíma. 

Hvernig fer þetta af stað hjá ykk­ur?

„Þetta fer bara mjög vel af stað, und­ir­bún­ing­ur­inn er bú­inn að vera góður og kjör­sókn­in er ívið betri en í síðustu for­seta­kosn­ing­um þannig það er bara frá­bært auðvitað,“ seg­ir Leif­ur.

Vel smurð 700 manna vél í Reykja­vík

Er eitt­hvað sem er öðru­vísi en áður en geng­ur þetta sinn vana gang?

„Þetta geng­ur allt sinn vana gang, þetta er vel smurð vél hérna í Reykja­vík­ur­borg og frá­bært starfs­fólk á bakvið þetta,“ seg­ir Leif­ur en um 700 manns starfa við kosn­ing­arn­ar í Reykja­vík.

Er eitt­hvað sem flæk­ir þess­ar kosn­ing­ar út frá ykk­ur séð, ef það eru marg­ir fram­bjóðend­ur eða slíkt?

„Nei, nei, að sjálf­sögðu ekki. Eins og ég segi, það er fag­fólk á bakvið þetta og það skipt­ir ekki máli hvort það séu tveir eða tólf í fram­boði, það tækl­ar þetta af fag­mennsku,“ seg­ir Leif­ur. 

mbl.is