Kosningabarátta kostar minna en áður

Sjálf kosningin er aðeins hluti gangverks lýðræðisins, það kostar sitt …
Sjálf kosningin er aðeins hluti gangverks lýðræðisins, það kostar sitt að bjóða sig fram og kynna sig og sín mál fyrir kjósendum. mbl.is/Eyþór

Kosn­inga­bar­átt­an er á enda og þjóðin hef­ur fengið að kynn­ast for­setafram­bjóðend­un­um tólf og sjón­ar­miðum þeirra með ýms­um hætti. Á fund­um, viðtöl­um og fé­lags­miðlum, auk bein­h­arðra aug­lýs­inga. Allt kost­ar það pen­inga, hvað sem öll­um sjálf­boðaliðum líður.

Sem get­ur vakið spurn­ing­ar, því alls staðar má hafa rétt­mæt­ar áhyggj­ur af fjár­mál­um í kring­um kosn­ing­ar. Þá bæði vegna ótta við að ein­hverj­ir geti haft fram­bjóðend­ur í veskis­vas­an­um, að unnt sé að kaupa kosn­ing­ar, nú eða að það sé ekki á færi annarra en auðmanna að bjóða sig fram með mynd­ar­brag.

Til að fyr­ir­byggja slíkt voru sett lög um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóðenda árið 2006. Þau bera með sér að vera sam­in í sam­ráði við stjórn­mála­flokk­ana og miðast mikið við alþing­is­kosn­ing­ar, þó þau nái til annarra kosn­inga og próf­kjöra. Þar á meðal til for­seta­kosn­inga.

Hóf­leg út­gjöld nú

Al­menn­ingi vex kostnaður fram­boða oft í aug­um, finnst mögu­lega margt vera skrum og sér­stak­lega hjá öðrum fram­boðum en „sínu“. Ekki er þó víst að það stand­ist skoðun. Helstu fram­boð hafa verið innt eft­ir kostnaðinum, en þó að hann liggi tæp­lega all­ur fyr­ir – og ekki óþekkt að hann fari úr bönd­un­um á loka­metr­un­um – er ekki hægt að segja að hann sé ótæpi­leg­ur.

Þannig tel­ur kosn­inga­stjórn Höllu Tóm­as­dótt­ur að hann fari ekki yfir upp­haf­lega áætl­un um 20-25 millj­ón­ir króna, í her­búðum Bald­urs Þór­halls­son­ar er talað um að hann fari ekki langt yfir 20 millj­ón­ir, kosn­ingat­eymi Höllu Hrund­ar tel­ur að hann muni reyn­ast rúm­ar 20 millj­ón­ir, en á kosn­inga­skrif­stofu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er talið að hann muni reyn­ast nær 40 millj­ón­um þegar upp er staðið.

Um slíka aura mun­ar sjálfsagt flesta, en það þykja eng­in ósköp í snarpri tveggja mánaða markaðsher­ferð um land allt.

Einnig er vert að hafa í huga að lög mæla fyr­ir um há­marks­kostnað í slíkri bar­áttu, sem miðast við fjölda á kjör­skrá. Það há­mark er tæp­ar 75 millj­ón­ir og fyrr­nefnd­ar út­gjalda­áætlan­ir allra fram­bjóðenda eru þar langt und­ir.

Til sam­an­b­urðar má líka líta til fortíðar. Árið 1996 kostaði kosn­inga­bar­átta Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar þannig 42 millj­ón­ir króna, en nú­virt ræðir þar um 162 millj­ón­ir króna. Árið 2015 kostaði kosn­inga­bar­átta Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar 25 m.kr., sem nú­virt stend­ur í 36 m.kr. Í því sam­hengi er kosn­inga­bar­átta helstu fram­bjóðenda nú ekk­ert bruðl.

Kostnaður­inn er að vísu ekki sá sami og áður. Fjöl­miðlum hef­ur fækkað og bar­átt­an á sér aðallega stað á fé­lags­miðlum fram að síðustu 1-2 vik­un­um, en þeir eru ódýr aug­lýs­inga­miðill, þó deilt sé um hversu áhrifa­rík­ir þeir séu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: