Kristján horfir bjart fram á veginn

Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur.
Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur. mbl.is/Arnþór

„Við erum í Björtu­loft­um og við horf­um bjart fram á veg­inn. Við erum búin að vera að ein­beita okk­ur að því að vinna síðustu 55 daga. Nú ætl­um við að fagna og hafa góða og ánægju­lega stund sam­an,“  seg­ir Kristján Freyr Kristjáns­son, eig­inmaður Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur.

Kristján ræddi við blaðamann mbl.is í kosn­inga­vöku Höllu Hrund­ar í Hörpu, stuttu áður en fyrstu töl­ur voru kynnt­ar.

Hann seg­ir að þegar Halla Hrund hafi boðið sig fyrst fram hafi mörg­um þótt það skrýt­inn leik­ur.

„Nokkr­um vik­um seinna vor­um við með hæsta fylgi sem nokk­ur hef­ur fengið í könn­un­un­um.“

Í síðustu viku fyr­ir kosn­ing­ar hafi Halla Hrund síðan mælst í efstu þrem­ur sæt­un­um.

Sig­ur­veg­ar­ar, sama hvernig fer

„Mér líður al­veg ótrú­lega vel. Við erum búin að vera að vinna að þess­ari bar­áttu í 55 daga. Við erum búin að hitta ör­ugg­lega hátt í 30 þúsund manns,“ seg­ir Kristján.

„Á nán­ast öll­um viðburðum sem við höf­um farið á hef­ur verið fullt út úr dyr­um. Fólk hef­ur tekið okk­ur ótrú­lega vel. Við erum búin að vera með hundruð sjálf­boðaliða. Okk­ur líður eins og sig­ur­veg­ar­ar, sama hvernig þetta fer. Við erum vongóð um að þetta fari rétt.“

mbl.is