Líður eins og sigurvegara nú þegar

Halla mætti í Ráðhús Reykjavíkur rétt fyrir hádegi til að …
Halla mætti í Ráðhús Reykjavíkur rétt fyrir hádegi til að greiða sitt atkvæði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Til­finn­ing­in í hjart­anu er góð, mik­il hlýja yfir öll­um meðbyrn­um sem við finn­um og ekki síst af því að ég bauð mig fram fyr­ir unga fólkið og ég fékk töl­ur í gær­kvöldi að unga fólkið er að velja mitt fram­boð og það er bara sig­ur í mínu hjarta nú þegar.“

Þetta seg­ir Halla Tóm­as­dótt­ir spurð af blaðamanni mbl.is á kjörstað hvernig til­finn­ing­in fyr­ir deg­in­um væri. Halla mætti í Ráðhús Reykja­vík­ur fyr­ir stuttu til að greiða at­kvæði sitt þar.

Halla ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni.
Halla ásamt eig­in­manni sín­um Birni Skúla­syni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ætla að njóta dags­ins til hins ýtr­asta

Þá seg­ir Halla að fjöl­skyld­an ætli meðal ann­ars að fara að borða sam­an í dag þar sem það hafi ekki gengið upp síðustu daga og vik­ur. 

Halla segir fjölskylduna ætla að njóta dagsins til hins ýtrasta.
Halla seg­ir fjöl­skyld­una ætla að njóta dags­ins til hins ýtr­asta. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Við ætl­um að leyfa okk­ur að borða sam­an og svo ætl­um við að fara á kosn­inga­skrif­stof­una og hitta stuðnings­fólkið okk­ar, baklandið okk­ar og kjós­end­ur. Það verða ein­hver viðtöl og svo verður kosn­inga­vaka í Grósku í kvöld og við eitt­hvað í sjón­varp­inu,“ seg­ir hún.

„En bara skemmti­leg­ur dag­ur sem við ætl­um að njóta til hins ýtr­asta því al­veg sama hvernig fer þá líður okk­ur eins og síðast, eins og við séum sig­ur­veg­ar­ar. Búin að fara alla leið á gleði, ein­lægni, bjart­sýni og trú á framtíðina sem við vilj­um móta með þjóðinni og mér sýn­ist það vera að lenda vel með þjóðinni.“

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina