„Skoðanakannanirnar eru ekkert alveg með þetta“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Eitt er eins alla­vega að skoðanakann­an­irn­ar eru ekk­ert al­veg með þetta því að þær voru ekki al­veg með þetta síðast.“

    Þetta seg­ir Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi í sam­tali við mbl.is innt eft­ir viðbrögðum við fyrstu töl­um kvölds­ins sem bár­ust úr Suður- og Norðaust­ur­kjör­dæmi, en Halla leiðir nú með 37,2% at­kvæða.

    Viðtalið í heild sinni er í mynd­skeiðinu hér að ofan. 

    „Það kom mér ekki á óvart að töl­urn­ar væru góðar, ég er búin að finna svo mik­inn og sterk­an meðbyr und­an­farna daga og vik­ur, en þetta var kannski meira en ég átti von á,“ seg­ir Halla og bæt­ir við: 

    „En þetta eru líka bara fyrstu töl­ur. Ég segi bara nótt­in er ung og er ótrú­lega þakk­lát, en ég fagna ekk­ert sigri því það er löng nótt fram und­an held ég og fullt af kjör­dæm­um ekki kom­in með sín­ar töl­ur ennþá.“

    Orðræðan harðari nú en síðast 

    Spurð hvort hún sé í spennu­falli eft­ir fyrstu töl­ur kvölds­ins seg­ir hún svo ekki vera. Spenn­an sé frek­ar að keyr­ast upp. 

    „Ég var af­skap­lega ró­leg að bíða eft­ir töl­um. Var vongóð og bjart­sýn og vissi að ungt fólk var sér­stak­lega að horfa til míns fram­boðs. Ég vissi að þar væri ég sterk en eins og ég segi ég þarf bara að anda ofan í mag­ann og við öll þangað til að fleiri kjör­dæmi hafa skilað inn at­kvæðum.“ 

    Þetta er í annað sinn sem Halla býður sig fram til embætt­is for­seta Íslands. Spurð hvernig kosn­inga­bar­átt­an nú sé öðru­vísi en þá svar­ar hún: 

    „Kannski öðru­vísi að mér finnst á köfl­um að orðræðan hafi kannski ekki verið öll­um sam­boðin. Ég lagði mig mikið fram um að lyfta mér upp fyr­ir það og sýna gott for­dæmi og ég held að þjóðin sé að fagna því.“

    mbl.is