Skora á matvælaráðherra að hefja hvalveiðar

„Hvalir éta milljónir tonna af átu og öðrum fisktegundum úr …
„Hvalir éta milljónir tonna af átu og öðrum fisktegundum úr hafinu á hverju ári," segir í áskoruninni. mbl.is/Sigurður Ægisson

Aðal­fund­ur Fé­lags skip­stjórn­ar­manna hef­ur samþykkt áskor­un til mat­vælaráðherra um að heim­ila nú þegar hval­veiðar.

Fram kem­ur í áskor­un­inni, sem var samþykkt í gær, að fé­lags­menn hafi mikl­ar áhyggj­ur af of mik­illi fjölg­un hvala.

„Hval­ir éta millj­ón­ir tonna af átu og öðrum fisk­teg­und­um úr haf­inu á hverju ári. Lík­legt er að áhrifa fjölg­un­ar hvala sé nú þegar farið að gæta á fiski­stofna í líf­ríki hafs­ins með þeim af­leiðing­um að eng­in loðnu­vertíð var síðastliðið haust og vet­ur,” seg­ir í áskor­un­inni.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­vælaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þar kem­ur einnig fram að af­leiðing­ar þess að hval­ir séu ekki veidd­ir séu al­var­leg­ar fyr­ir líf­ríkið í haf­inu, auk þess sem millj­arða at­vinnu­tekj­ur fólks, ásamt út­flutn­ings­tekj­um tap­ist.

„Ef hval­veiðar verða ekki leyfðar, þá er aug­ljóst að nytja­stofn­ar okk­ar munu bera skaða af. Fisk­veiðar eru und­ir­stöðuat­vinnu­grein þjóðar­inn­ar.  Aðal­fund­ur Fé­lags skip­stjórn­ar­manna skor­ar á mat­vælaráðherra að heim­ila nú þegar hval­veiðar.”

mbl.is