Haukur Steinn Logason, yngri bróðir Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðenda, segir kosningavöku Höllu Hrundar einskonar uppskeruhátíð þeirra sem hafa tekið hvað virkastan þátt í framboði Höllu Hrundar.
Hann kveðst bjartsýnn fyrir kvöldinu og stoltur af systur sinni.
„Maður er náttúrulega ótrúlega stoltur af henni, hún er búin að standa sig ótrúlega vel.“
Haukur hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttu systur sinnar í hópi „hers“ af sjálfboðaliðum og segir hann það búið að vera ótrúlega skemmtilegt.
Nú eru þið hér öll fjölskyldan, vinir og vandamenn í Hörpu og ætlið að fagna. Hvernig ferðu inn í kvöldið? Hvernig líður ykkur?
„Við erum bjartsýn. Þetta er bara algjör uppskeruhátíð,“ segir hann og bætir við að í kvöld ætli hann að fagna með öllu því fólki sem hann hefur kynnst í baráttunni.