Stoltur af systur og hennar baráttu

Ljósmynd/Inga Þóra

Hauk­ur Steinn Loga­son, yngri bróðir Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur for­setafram­bjóðenda, seg­ir kosn­inga­vöku Höllu Hrund­ar einskon­ar upp­skeru­hátíð þeirra sem hafa tekið hvað virk­ast­an þátt í fram­boði Höllu Hrund­ar. 

Hann kveðst bjart­sýnn fyr­ir kvöld­inu og stolt­ur af syst­ur sinni. 

„Maður er nátt­úru­lega ótrú­lega stolt­ur af henni, hún er búin að standa sig ótrú­lega vel.“ 

„Al­gjör upp­skeru­hátíð“

Hauk­ur hef­ur tekið virk­an þátt í kosn­inga­bar­áttu syst­ur sinn­ar í hópi „hers“ af sjálf­boðaliðum og seg­ir hann það búið að vera ótrú­lega skemmti­legt. 

Nú eru þið hér öll fjöl­skyld­an, vin­ir og vanda­menn í Hörpu og ætlið að fagna. Hvernig ferðu inn í kvöldið? Hvernig líður ykk­ur? 

„Við erum bjart­sýn. Þetta er bara al­gjör upp­skeru­hátíð,“ seg­ir hann og bæt­ir við að í kvöld ætli hann að fagna með öllu því fólki sem hann hef­ur kynnst í bar­átt­unni.

mbl.is