Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu, hefur á síðustu vikum lent í því að fólk rugli henni saman við Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
„Þetta er alveg fáránlega skrítið. Ég hef aldrei nokkurn tíman hugsað að ég væri lík einhverri annarri. Þetta er bara mjög skemmtilegt og fyndið,“ segir Anna Þóra í samtali við mbl.is.
„Það er nú ekki leiðum að líkjast, að vera talin lík henni,“ bætir Anna Þóra við.
Anna Þóra greinir blaðamanni frá því að þegar hún var á Kjarval hafi menn komið upp að henni og sagt við hana „ég ætla að kjósa þig, mér finnst þú æðisleg“.
„Mér fannst þetta bara mjög fyndið. Ég var ekkert að leiðrétta þetta. Ég hélt bara að þetta væri eitthvað djók,“ segir Anna Þóra.
Fyrr í dag rakst Anna Þóra á Höllu á veitingastaðnum Kastrup í miðbæ Reykjavíkur.
„Ég fór á Kastrup í hádeginu og þar er fyrsta manneskjan sem hitti Halla,“ segir Anna Þóra. Þær stöllur stillu sér svo saman upp og tóku mynd. Myndina má sjá hér að ofan.