„Það er ekki leiðum að líkjast“

Anna Þóra rakst á Höllu í dag og stilltu þær …
Anna Þóra rakst á Höllu í dag og stilltu þær stöllur sér saman upp og tóku mynd. Ljósmynd/Aðsend

Anna Þóra Björns­dótt­ir, eig­andi gler­augna­versl­un­ar­inn­ar Sjáðu, hef­ur á síðustu vik­um lent í því að fólk rugli henni sam­an við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóðanda. 

„Þetta er al­veg fá­rán­lega skrítið. Ég hef aldrei nokk­urn tím­an hugsað að ég væri lík ein­hverri ann­arri. Þetta er bara mjög skemmti­legt og fyndið,“ seg­ir Anna Þóra í sam­tali við mbl.is.

„Það er nú ekki leiðum að líkj­ast, að vera tal­in lík henni,“ bæt­ir Anna Þóra við.

„Ekk­ert að leiðrétta þetta“

Anna Þóra grein­ir blaðamanni frá því að þegar hún var á Kjar­val hafi menn komið upp að henni og sagt við hana „ég ætla að kjósa þig, mér finnst þú æðis­leg“.

„Mér fannst þetta bara mjög fyndið. Ég var ekk­ert að leiðrétta þetta. Ég hélt bara að þetta væri eitt­hvað djók,“ seg­ir Anna Þóra.

Hitti Höllu 

Fyrr í dag rakst Anna Þóra á Höllu á veit­ingastaðnum Kast­rup í miðbæ Reykja­vík­ur.

„Ég fór á Kast­rup í há­deg­inu og þar er fyrsta mann­eskj­an sem hitti Halla,“ seg­ir Anna Þóra. Þær stöll­ur stillu sér svo sam­an upp og tóku mynd. Mynd­ina má sjá hér að ofan.

mbl.is