„Það var ákveðið sjokk“

Felix Bergsson í góðum gír á kosningavökunni.
Felix Bergsson í góðum gír á kosningavökunni. mbl.is/Iðunn

„Þetta er bú­inn að vera mik­ill rúss­íbani og óskap­lega skemmti­legt. Það hef­ur verið gam­an að fara um landið og hitta fólkið,” seg­ir Fel­ix Bergs­son, eig­inmaður Bald­urs Þór­halls­son­ar for­setafram­bjóðanda, sem ræddi við blaðamann í kosn­inga­miðstöð þeirra að Grens­ás­vegi 16 í kvöld.

Fel­ix seg­ir ótrú­lega stemn­ingu hafa skap­ast í kosn­inga­her­ferðinni og trú­ir því ekki hversu mik­il orka verður til í kring­um fram­boð sem þetta.

„Og all­ir sjálf­boðaliðarn­ir sem flykkj­ast að þessu. Við telj­um þá í hundruðum. Þetta er búin að vera mjög fal­leg lífs­reynsla,” seg­ir Fel­ix.

„Meira op­in­ber­andi en maður bjóst við“

„Svo er það hitt. Maður hélt að maður væri op­in­ber per­sóna en þetta var aðeins meira op­in­ber­andi en maður bjóst við og það var ákveðið sjokk á ákveðnum tíma­punkti en svo vönd­umst við því og þetta var óskap­lega gam­an,” bæt­ir hann við.

Baldur og Felix á kjörstað í dag.
Bald­ur og Fel­ix á kjörstað í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hvernig er fyr­ir fjöl­skyldu að vera sam­an í fram­boði?

„Það reyn­ir heil­mikið á, það er eng­in spurn­ing. En þau eru búin að vera al­gjör­lega dá­sam­leg. Börn­in okk­ar Guðmund­ur og Álfrún Perla hafa staðið með okk­ur í gegn­um þetta allt sam­an og tengda­börn­in jafn­framt. Barna­börn­in, þeim finnst svo gam­an að koma á kosn­inga­miðstöðina,” svar­ar Fel­ix og nefn­ir sem dæmi að barna­barnið Ey­dís Ylfa hafi verið með mikl­ar áhyggj­ur þegar það fór að gjósa.

„Þá var það fyrsta sem hún sagði: „Ónei mun­um við þá loka kosn­inga­miðstöðinni?” Henni fannst svo gam­an að koma hingað.”

„Stór­fjöl­skyld­an hef­ur komið að þessu á ótrú­lega skemmti­leg­an máta og það er búið að vera svo gam­an og gott að finna þann stuðning. Þetta er búið að vera af­skap­lega skemmti­legt ferli,” held­ur Fel­ix áfram.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Bald­ur átt mjög góða spretti í kapp­ræðum

Spurður um fram­haldið í kvöld kveðst hann ákaf­lega þakk­lát­ur fyr­ir stuðning­inn sem þeir hafi fengið. Þeir ætla að sjá hvað kem­ur upp úr kjör­köss­un­um og munu taka aðeins eitt skref í einu hvað það varðar.

„Skoðanakann­an­ir hafa ekki verið okk­ur hag­stæðar und­an­farna daga en Bald­ur átti hins veg­ar mjög góða spretti í umræðuþátt­um bæði á mbl.is, Stöð 2 og svo á RÚV í gær­kvöldi, þannig að við treyst­um á að það hafi fleytt hon­um svo­lítið áfram. Það voru ótrú­lega já­kvæðar radd­ir í dag, bæði í sím­töl­un­um sem fóru fram hérna á kosn­inga­miðstöðinni og svo bara fólkið sem kom hingað inn, þannig að við höf­um ekki ástæðu til ann­ars en að vera stolt og ánægð,” seg­ir Fel­ix og bæt­ir við að kosn­ing­arn­ar séu þær mögnuðustu í lang­an tíma og spenn­an hafi verið mik­il.

„Við erum bún­ir að vera í þessu í tíu vik­ur. Við erum bún­ir að fara frá því að vera í toppn­um í það að síga svo­lítið. Svo hafa aðrir komið, eins og þetta ótrú­lega flug hjá Höllu Tóm­as­dótt­ir. Þannig að við tök­um bara eitt skref í einu og sjá­um hvað kem­ur í lok­in.”

mbl.is