Þjóðin muni flykkjast að baki næsta forseta

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi kaus í Ráðhúsinu.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi kaus í Ráðhúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir kaus í há­deg­inu í dag í Ráðhúsi Reykja­vík­ur. Blaðamaður mbl.is náði af henni tali á vett­vangi.

„Ég er mjög sátt við þetta ferðalag. Þetta er búið að vera ákaf­lega lær­dóms­ríkt og skemmti­legt og ég er bara mjög bjart­sýn á það að í dag komi fram ein­hvers kon­ar þjóðar­vilji sem sýni okk­ur það hvernig þjóðinni líður.

Hver sem verður for­seti í dag, að sjálf­sögðu mun þjóðin flykkja sér að baki þeim for­seta,“ seg­ir Stein­unn í sam­tali við mbl.is eft­ir að hún kaus.

Fór beint í sund

Hún ætlaði beint í Vest­ur­bæj­ar­laug­ina í nokkra klukku­tíma til að safna kröft­um og í kvöld ætl­ar hún að vera í heima­húsi með nokkr­um vin­um þar sem ekk­ert sjón­varp er.

„En ég mun ör­ugg­lega fá frétt­ir af fram­vindu kosn­ing­anna eft­ir því sem líður á nótt­ina,“ seg­ir Stein­unn.

mbl.is