Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir kaus í hádeginu í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Blaðamaður mbl.is náði af henni tali á vettvangi.
„Ég er mjög sátt við þetta ferðalag. Þetta er búið að vera ákaflega lærdómsríkt og skemmtilegt og ég er bara mjög bjartsýn á það að í dag komi fram einhvers konar þjóðarvilji sem sýni okkur það hvernig þjóðinni líður.
Hver sem verður forseti í dag, að sjálfsögðu mun þjóðin flykkja sér að baki þeim forseta,“ segir Steinunn í samtali við mbl.is eftir að hún kaus.
Hún ætlaði beint í Vesturbæjarlaugina í nokkra klukkutíma til að safna kröftum og í kvöld ætlar hún að vera í heimahúsi með nokkrum vinum þar sem ekkert sjónvarp er.
„En ég mun örugglega fá fréttir af framvindu kosninganna eftir því sem líður á nóttina,“ segir Steinunn.