Um 14.000 manns kosið í Suðvesturkjördæmi

Kjörsókn er komin í 17,7% í Suðvesturkjördæmi.
Kjörsókn er komin í 17,7% í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjör­sókn í Suðvest­ur­kjör­dæmi er kom­in í 17,7% nú þegar 13.785 manns hafa kosið. Um ell­efu­leytið í morg­un var kjör­sókn­in 6,6%.

Líkt og fyrr seg­ir eru á kjör­skrár­stofni 77.967 manns en næstu töl­ur frá kjör­dæm­inu eru vænt­an­leg­ar eft­ir klukk­an 15 í dag.

mbl.is