Vonar að atkvæðum verði ekki hent á „stríðsbálið“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú er kjör­dag­ur geng­inn í garð og spenn­an magn­ast. Blaðamaður mbl.is hitti á Ástþór Magnús­son for­setafram­bjóðanda á kjörstað í Haga­skóla og heyrði í hon­um hljóðið á þess­um mik­il­væga degi. 

Hvernig lýst þér á þetta, ertu sátt­ur við hvernig þú hef­ur rekið þína kosn­inga­bar­áttu?

„Ég nátt­úru­lega vona það að þjóðin hafi skyn­semi til þess að bera til þess að kjósa frið en ekki henda at­kvæðinu sínu á stríðsbálið. Það eru nátt­úru­lega mjög al­var­leg­ir hlut­ir að ger­ast hérna þegar búið er að brjóta stjórn­ar­skrána, hegn­ing­ar­lög­in og eins og ráðherr­ar fara ekk­ert að lög­um í þess­um stuðningi og kaupa vopn. Þetta er bara – þetta er bannað. Þetta fólk er orðið landráðafólk. Íslend­ing­ar verða nátt­úru­lega að sýna það að þeir styðji ekki svona aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ef þeir kjósa önn­ur fram­boð þá er ís­lenska þjóðin að lýsa því yfir að hún sé sátt við þetta,“ seg­ir Ástþór í sam­tali við blaðamann mbl.is.

Kem­ur það þér á óvart þá að, í það minnsta að skoðanakann­an­ir hafi ekki verið að sýna að fólk vilji...

„Við skul­um bara sjá hvað fólkið kýs, fólkið þarf að kjósa, nota kosn­inga­rétt­inn. Eina vitið er nátt­úru­lega að kjósa friðarfram­boðið sem er að vinna að því að stöðva þessa vit­leysu sem er í gangi, sem eru fjár­fest­ing­ar í vopn­um,“ seg­ir Ástþór.

Ástþór kaus í Hagaskóla í morgun.
Ástþór kaus í Haga­skóla í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Ástþór Magnússon ræddi við blaðamenn.
Ástþór Magnús­son ræddi við blaðamenn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is