Fyrstu tölur komnar úr öllum kjördæmum

Halla Tómasdóttir mælist með 32,4% fylgi á landsvísu eftir að …
Halla Tómasdóttir mælist með 32,4% fylgi á landsvísu eftir að fyrstu tölur hafa verið kynntar í öllum kjördæmum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Tóm­as­dótt­ir mæl­ist nú með 32,4% fylgi á landsvísu og Katrín Jak­obs­dótt­ir 26,3% fylgi. Fyrstu töl­ur hafa verið kynnt­ar í öll­um kjör­dæm­um. 

Halla Hrund Loga­dótt­ir er með 15,4% at­kvæða og Jón Gn­arr 11,6% á landsvísu. Bald­ur Þór­halls­son hlýt­ur 8,1%.

Á landsvísu hafa verið tal­in 86.551 at­kvæði.

Töl­ur úr Suðvest­ur­kjör­dæmi voru kynnt­ar nú fyr­ir skemmstu og hafa verið tal­in 17.395 at­kvæði. Þar hlýt­ur Halla Tóm­as­dótt­ir 27,6% at­kvæða og Katrín Jak­obs­dótt­ir 27,6% at­kvæða. 

Halla Hrund hlýt­ur í því kjör­dæmi 17,8% at­kvæða og Jón Gn­arr 13,8% at­kvæða. 

mbl.is