Halla Tómasdóttir mælist nú með 32,4% fylgi á landsvísu og Katrín Jakobsdóttir 26,3% fylgi. Fyrstu tölur hafa verið kynntar í öllum kjördæmum.
Halla Hrund Logadóttir er með 15,4% atkvæða og Jón Gnarr 11,6% á landsvísu. Baldur Þórhallsson hlýtur 8,1%.
Á landsvísu hafa verið talin 86.551 atkvæði.
Tölur úr Suðvesturkjördæmi voru kynntar nú fyrir skemmstu og hafa verið talin 17.395 atkvæði. Þar hlýtur Halla Tómasdóttir 27,6% atkvæða og Katrín Jakobsdóttir 27,6% atkvæða.
Halla Hrund hlýtur í því kjördæmi 17,8% atkvæða og Jón Gnarr 13,8% atkvæða.