Halla ávarpar þjóðina klukkan fjögur

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Tóm­as­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti Íslands, mun ávarpa þjóðina við heim­ili sitt klukk­an fjög­ur í dag líkt og for­ver­ar henn­ar á Bessa­stöðum hafa gert dag­inn eft­ir kosn­ing­ar. 

Sig­ur Höllu í kosn­ing­un­um var af­ger­andi en hún hlaut flest at­kvæði í öll­um sex kjör­dæm­um lands­ins og var með yfir 30% fylgi í þeim öll­um. Halla verður því sjö­undi for­seti Íslands en hún hlaut um 34% at­kvæða.

Alls voru 266.935 manns á kjör­skrá en 215.635 at­kvæði voru greidd. Kjör­sókn var því 80,8% og hef­ur ekki verið meiri síðan í for­seta­kosn­ing­un­um árið 1996.

Hver er Halla?

Halla er alin upp á Kárs­nesi í Kópa­vogi og á ætt­ir að rekja til Skaga­fjarðar og Vest­fjarða. Hún er dótt­ir Kristjönu Sig­urðardótt­ur þroskaþjálfa og Tóm­as­ar Þór­halls­son­ar pípu­lagn­inga­meist­ara en hann lést árið 2008.

Halla er gift Birni Skúla­syni og eiga þau tvö börn, þau Tóm­as Bjart og Auði Ínu, sem bæði stunda há­skóla­nám í New York. Þá á Halla tvær syst­ur, þær Hörpu og Helgu, sem báðar eru leik­skóla­kenn­ar­ar. 

Halla Tómasdóttir faðmar fjölskyldu sína fyrir utan Grósku.
Halla Tóm­as­dótt­ir faðmar fjöl­skyldu sína fyr­ir utan Grósku. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Halla er frum­kvöðull og rekstr­ar­hag­fræðing­ur, með meist­ara­gráðu, en hún hóf starfs­fer­il sinn í Banda­ríkj­un­um hjá fyr­ir­tækj­un­um Mars og Pepsi Cola. Hún kom að upp­bygg­ingu Há­skól­ans í Reykja­vík þar sem hún stofnaði og leiddi meðal ann­ars Opna há­skól­ann.

Far­sæll fer­ill

Halla hef­ur ávallt haft brenn­andi áhuga á for­ystu og frum­kvöðla­starf­semi og kennt þúsund­um nem­enda á öll­um aldri. Hún varð fyrst kvenna fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs vorið 2006.

Ári síðar stofnaði hún, ásamt Krist­ínu Pét­urs­dótt­ur, fjár­mála­fyr­ir­tækið Auður Capital. Seg­ir á heimasíðu Höllu að fyr­ir­tækið hafi lagt áherslu á ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar sem og að skila hagnaði á grunni góðra gilda. Halla kom í kjöl­farið að stofn­un Mauraþúf­unn­ar sem hélt Þjóðfund árið 2009. Hjá Mauraþúf­unni vann slembiúr­tak þjóðar­inn­ar að sam­eig­in­legri framtíðar­sýn og gild­um.

Halla mun ávarpa þjóðina klukkan fjögur í dag.
Halla mun ávarpa þjóðina klukk­an fjög­ur í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Halla hef­ur síðastliðin sex ár verið for­stjóri B Team þar sem hún starfar á heimsvísu að sjálf­bærni, jafn­rétti og ábyrgð í for­ystu. B Team vinn­ur með fyr­ir­tækja­stjórn­end­um og stjórn­mála­leiðtog­um að bættu siðferði. Einnig eru rík­ar áhersl­ur lagðar á rétt­lát og gagn­sæ viðskipti og efna­hag.

Þá er hún vin­sæll alþjóðleg­ur fyr­ir­les­ari og hef­ur meðal ann­ars stigið fjór­um sinn­um á TED-sviðið, ásamt því að halda fyr­ir­lestra fyr­ir stærstu fyr­ir­tæki heims.

mbl.is