„Ég er búin að styðja hana frá upphafi. Halla er gömul vinkona mín og mikil fyrirmynd. Ég er bara ofboðslega ánægð og bíð spennt eftir því að sjá hana á Bessastöðum.“
Þetta segir Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, gömul vinkona Höllu Tómasdóttur, í samtali við blaðamann mbl.is á kosningavöku Höllu sem fram fer í Grósku, en Halla er sem stendur með 32,4% atkvæða.
Þú ert mætt hérna í kosningavökuna hjá Höllu Tómasdóttur, þú hlýtur að vera ánægð með niðurstöðurnar?
„Ég er gífurlega ánægð.“
Áttir þú von á þessum niðurstöðum í kvöld?
„Ég var ekki hissa, síðustu dagar eru búnir að vera stórkostlegir. Ótrúlega gaman að vera með og fylgjast með.“