„Halla er gömul vinkona mín og mikil fyrirmynd“

Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir gömul vinkona Höllu.
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir gömul vinkona Höllu. mbl.is/Eggert Johannesson

„Ég er búin að styðja hana frá upp­hafi. Halla er göm­ul vin­kona mín og mik­il fyr­ir­mynd. Ég er bara ofboðslega ánægð og bíð spennt eft­ir því að sjá hana á Bessa­stöðum.“

Þetta seg­ir Guðlaug Hrönn Jó­hanns­dótt­ir, göm­ul vin­kona Höllu Tóm­as­dótt­ur, í sam­tali við blaðamann mbl.is á kosn­inga­vöku Höllu sem fram fer í Grósku, en Halla er sem stend­ur með 32,4% at­kvæða. 

Síðustu dag­ar bún­ir að vera stór­kost­leg­ir 

Þú ert mætt hérna í kosn­inga­vök­una hjá Höllu Tóm­as­dótt­ur, þú hlýt­ur að vera ánægð með niður­stöðurn­ar?

„Ég er gíf­ur­lega ánægð.“

Áttir þú von á þess­um niður­stöðum í kvöld?

„Ég var ekki hissa, síðustu dag­ar eru bún­ir að vera stór­kost­leg­ir. Ótrú­lega gam­an að vera með og fylgj­ast með.“

mbl.is