Halla: Mér líður ótrúlega vel

Halla Tómasdóttir á kosningavökunni í kvöld.
Halla Tómasdóttir á kosningavökunni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér líður bara ótrú­lega vel. Ég veit að þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Þannig að ég er líka bara að reyna að vera ró­leg og anda ofan í mag­ann.“

Þetta seg­ir Halla Tóm­as­dótt­ir í sam­tali við blaðamann mbl.is sem náði tali af henni á kosn­inga­vöku henn­ar í Grósku í kvöld.

Mann­grúi mætti til að fagna með Höllu en miðað við tal­in at­kvæði stefn­ir í að hún verði næsti for­seti lýðveld­is­ins. Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem er í öðru sæti, hef­ur játað ósig­ur og óskað Höllu til ham­ingju.

Mun­ur­inn kem­ur á óvart

Kem­ur þetta þér á óvart?

„Það kem­ur mér á óvart að mun­ur­inn skuli hafa verið þetta mikið yfir það sem kann­an­ir sýndu. En ég fann samt að það var rosa­lega vax­andi meðbyr með fram­boðinu og ég fann að það lá ein­hver orka í loft­inu sem var að stig­magn­ast síðustu daga og vik­ur.“ 

Það eru bara ör­fá­ir dag­ar síðan þú varst að mæl­ast und­ir 10 pró­sent­um í skoðana­könn­un­um.

„Í raun­inni byrj­ar allt að breyt­ast eft­ir fyrstu kapp­ræður sem voru 3. maí. Þá var ég reynd­ar sárlas­in og hélt mig ekki hafa staðið mig vel en það byrj­ar allt að breyt­ast þegar kapp­ræður byrja,“ svar­ar for­setafram­bjóðand­inn og bend­ir aft­ur á að hún hafi fundið fyr­ir stig­vax­andi meðbyr eft­ir því sem nær hef­ur dregið að kosn­ing­um.

Talað um „klúta­bylt­ingu“ en ekki bindi karl­anna

Halla hef­ur talað um „klúta­bylt­ingu“ nokkra. Spurð nán­ar út í það svar­ar hún:

„Ég mætti með klút vegna þess að ég var kvefuð. Svo fer umræða af stað, að ég var í bleik­um jakka með bleik­an klút. Þá fer umræða af stað hjá ung­um kon­um.“

Fram­bjóðand­inn gerði at­huga­semd við fjöl­miðlaum­fjall­an­ir um klæðaburð kven­kyns­fram­bjóðend­anna. Það sé þetta sem nýja lagið henn­ar, „Halla Hou­se“, fjall­ar meðal ann­ars um.

„Við töl­um alltaf um föt­in og umbúðirn­ar hjá kon­un­um en eng­inn var að tala um bind­in á karlfram­bjóðend­um.“

Bjóst ekki við svona góðri mæt­ingu

Bjóstu við svona mörgu fólki?

„Nei, ég verð að viður­kenna að þetta fer um­fram vænt­ing­ar. Og mér þykir vænt um að það sé svo margt ungt fólk hérna. En ekki bara ungt fólk, kyn­slóðirn­ar eru að skemmta sér sam­an hérna.“

Vegna mann­fjöld­ans er afar heitt í Grósku og aðspurð kveðst Halla íhuga að taka af sér klút­inn.

„Ég er næst­um því að fara að taka klút­inn af mér en þetta er eitt­hvað sem ég hef staðið fyr­ir þannig að ég er reyna áfram að vera góð fyr­ir­mynd,“ seg­ir hún að lok­um.

mbl.is