Hlakkar til að fá Höllu á Álftanes

Það var troðfullt á kosningavöku Höllu Tómasdóttur í Grósku.
Það var troðfullt á kosningavöku Höllu Tómasdóttur í Grósku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gíf­ur­leg­ur fjöldi fólks hef­ur safn­ast sam­an á kosn­inga­vöku Höllu Tóm­as­dótt­ur í Grósku og ræddu blaðamenn mbl.is við kampa­káta gesti um töl­urn­ar sem ber­ast nú upp úr kjör­köss­um.

Guðmund­ur Birg­is­son er stadd­ur á kosn­inga­vöku Höllu Tóm­as­dótt­ur í Grósku og er ánægður með töl­urn­ar.

„Ég kaus Höllu en ég var að ákveða mig fram á síðustu stundu,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is. Hann kveðst hafa kosið taktískt gegn ákveðnum fram­bjóðanda.

Er blaðamaður bar að garði var við hlið hans hún Brynja Rós Bjarna­dótt­ir og var hún mjög ánægð með töl­urn­ar.

Ætlaði ekki að kjósa Höllu fyrst

Brynja kvaðst í upp­hafi ekki hafa ætlað að kjósa Höllu Tóm­as­dótt­ur en eft­ir að hafa fylgst með öll­um viðtöl­um og kapp­ræðum þá ákvað hún að kjósa Höllu.

„Ég er mjög ánægð með þetta,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Held­ur þú að hún muni standa sig vel sem for­seti?

„Já, pottþétt. Ég bý sjálf á Álfta­nesi og ég hlakka til að fá hana í mitt sveit­ar­fé­lag,“ seg­ir hún.

mbl.is