Kaup Síldarvinnslunnar ganga til baka

Síldarvinnslan á Neskaupstað.
Síldarvinnslan á Neskaupstað. Ljósmynd/Guðlaugur B. Birgisson

Kaup Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. á Ice Fresh Sea­food ehf. ganga til baka.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Síld­ar­vinnsl­unni nú í kvöld.

Þar seg­ir að stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafi samþykkt beiðni Sam­herja hf. um að kaup fé­lags­ins á helm­ings­hlut í sölu­fyr­ir­tæk­inu Ice Fresh Sea­food ehf. gangi til baka. 

Til­kynnt var um kaup­in í sept­em­ber í fyrra með hefðbundn­um fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

„Að mati stjórn­ar Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. hef­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið farið offari við skoðun máls­ins og gagna­beiðnir í engu sam­ræmi við um­gjörð viðskipt­anna, sér­stak­lega í því ljósi að ein­göngu er um að ræða sölu afurða á er­lend­um mörkuðum. Því líti út fyr­ir að gagna­öfl­un­in sé far­in að snú­ast um annað og meira en um­rædd viðskipti,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að Síld­ar­vinnsl­an hafi af­hent Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu öll gögn sem óskað hafi verið eft­ir og séu á for­ræði fé­lags­ins. Mik­ill vilji hafi verið til að klára þessi viðskipti enda aðdrag­and­inn lang­ur og ávinn­ing­ur fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg aug­ljós.

Ákvörðunin tek­in með hags­muni fé­lags­ins í huga

„Ákvörðun stjórn­ar Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. er tek­in með hags­muni fé­lags­ins í huga. Er það ekki síst vegna viðamik­illa verk­efna í kring­um starf­semi Vís­is ehf. í Grinda­vík en í liðinni viku hófst enn á ný eld­gos í námunda við bæj­ar­fé­lagið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að það sé mat stjórn­enda Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þurfi að styrkja stöðu sína til að viðhalda sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs í alþjóðlegu viðskiptaum­hverfi, þar sem hlut­deild Íslands er agn­arsmá.

Nauðsyn­legt er fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg í heild sinni að mæta þess­um áskor­un­um er­lend­is með því að styrkja alþjóðleg sölu­fyr­ir­tæki, sem geta keppt við þessa risa á grund­velli af­hend­ingarör­ygg­is, verðs og gæða,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­unni.

mbl.is