Kusu að kjósa ekki um nafn

Brautarholt í Skeiða og Gnúpverjahreppi.
Brautarholt í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Ljósmynd/Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Meiri­hluti íbúa í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi hef­ur ákveðið að ekki verði skipt um nafn á sveit­ar­fé­lag­inu.

Íbúa­kosn­ing um hvort ætti að breyta nafni sveit­ar­fé­lags­ins var hald­in sam­hliða for­seta­kosn­ing­um í dag. 

Á kjör­skrá voru 462 en alls kusu 339 í íbúa­kosn­ing­unni, sem er 73,37% kjör­sókn, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vefsíðu Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps.

199 at­kvæði gegn 131

Fór það svo að þau sem vildu ekki skipta um nafn voru 199. Þau sem vildu skipta um nafn voru 131. Auð og ógild at­kvæði voru 9.

„Það er því ljóst að ekki verður skipt um nafn á sveit­ar­fé­lag­inu og er íbú­um þakkað fyr­ir góða þátt­töku,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is