„Nóg er komið af rugli og misskilningi“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sú ákvörðun að skipta úr 100% afla­verðmæti og lækka skipta­pró­sent­ur á móti, sem er núllaðgerð, fær­ir okk­ur til nú­tím­ans og við get­um hætt að ríf­ast um olíu­viðmið og kostnaðar­hlut­deild. Nóg er komið af rugli og mis­skiln­ingi um þessi hug­tök,“ skrif­ar Val­mund­ur Val­munds­son formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands í pistli í sjó­mannadags­blaði 200 mílna sem fylg­ir helgar­blaði Morg­un­blaðsins.

Í pistl­in­um fer Val­mund­ur yfir ný­gerða kjara­samn­inga sjó­manna. Pist­ill hans í heild sinni:

Vatna­skil í samn­ing­um sjó­manna

Nú eru vatna­skil í samn­inga­mál­um sjó­manna. Samþykkt­ir samn­ing­ar hjá öll­um helstu fé­lög­um þeirra. Þessi samn­ing­ur er að lág­marki til sex ára með mögu­leika á níu árum.

Kjara­samn­ing­ar sjó­manna hafa löng­um verið laus­ir árum sam­an án þeirra hækk­ana sem aðrir launþegar hafa fengið í formi fasta- og lág­marks­greiðslna. Nú er tryggt að all­ar hækk­an­ir sem verða á al­menna markaðnum koma til sjó­manna með teng­ingu launa­flokka í kjara­samn­ingi SGS.

Til­greind sér­eign

Sjó­menn deila hlut með út­gerðinni og sú deilitala breytt­ist ekki í nýja samn­ingn­um nema að tvennu leyti. Sjó­menn fengu 3,5% í til­greinda sér­eign með því að taka á sig þriðjung kröf­unn­ar. Útgerðin tek­ur 2/​3 kröf­unn­ar. Þetta þýðir í raun að launa­kostnaður út­gerðar hækk­ar um 2%.

Sú ákvörðun að skipta úr 100% afla­verðmæti og lækka skipta­pró­sent­ur á móti, sem er núllaðgerð, fær­ir okk­ur til nú­tím­ans og við get­um hætt að ríf­ast um olíu­viðmið og kostnaðar­hlut­deild. Nóg er komið af rugli og mis­skiln­ingi um þessi hug­tök. Ný­smíðaálagið dett­ur út 2031 eins og samið var um 2017.

Nú fer hver að verða síðast­ur að nýta það í sjö ár. Eft­ir næsta ár fer það í sól­ar­lag. Það er sam­keppni í ný­smíðaálag­inu. Ekki geta all­ir nýtt álagið og þurfa að end­ur­greiða til sinna áhafna að hluta til eða al­veg. Sum­ir út­gerðar­menn nota það ekki þrátt fyr­ir heim­ild þar um.

For­sag­an

Und­an­fari þess­ara samn­inga var nokkuð lang­ur eins og oft áður. Í fe­brú­ar 2023 var samn­ing­ur áþekk­ur þess­um felld­ur. Sl. haust voru Hólm­geir Jóns­son og Guðmund­ur Helgi Þór­ar­ins­son fengn­ir til að klára það sem út af stóð ásamt tveim­ur full­trú­um SFS. Þessi hóp­ur skilaði af sér í des­em­ber 2023 til­lögu að samn­ingi sem við hjá SSÍ samþykkt­um í meg­in­at­riðum. Samn­ing­ur var nán­ast frá­geng­inn fyr­ir jól­in 2023. Lokafrá­gangi var frestað fram yfir ára­mót vegna ástands á al­menn­um vinnu­markaði á þeim tíma.

Und­ir­rit­un og at­kvæðagreiðsla

9. fe­brú­ar sl. var samn­ing­ur­inn und­ir­ritaður af SSÍ og SFS. At­kvæðagreiðslan hjá okk­ur í Sjó­manna­sam­band­inu var snörp en við náðum 54% þátt­töku og þeir sem at­kvæði greiddu samþykktu samn­ing­inn með 63% at­kvæða. Góð niðurstaða fyr­ir sjó­menn.

Svo fór að bæði VM og SVG und­ir­rituðu sama samn­ing í fram­hald­inu sem auðvitað var samþykkt­ur enda samn­ing­ur­inn góður.

Nú er kom­inn á kjara­samn­ing­ur sem er góður fyr­ir sjó­menn. Vinna við fram­kvæmd hans geng­ur vel. Fram und­an er vinna við að breyta sjó­manna­lög­um í tengsl­um við slysa- og veik­indakafla lag­anna. Samn­ing­ur­inn tek­ur á nýj­um veru­leika í róðrar­lagi sjó­manna og því þarf að breyta þess­um köfl­um í sjó­manna­lög­un­um í takt við tím­ann. Örygg­is­nefnd sjó­manna og út­gerðarmanna, sem ætlað er að koma með til­lög­ur til úr­bóta á slysa­mál­un­um, er kom­in á kopp­inn. Trúnaðarmanna­nám­skeið fyr­ir sjó­menn eru í vinnslu og verða kynnt í haust.

Hólm­geir kveður

Hólm­geir Jóns­son fram­kvæmda­stjóri Sjó­manna­sam­bands­ins er nú að láta af störf­um fyr­ir sam­bandið. Hann hef­ur unnið að hags­muna­mál­um sjó­manna í 39 ár. Sjó­menn eiga hon­um skuld að gjalda fyr­ir hans störf. Stjórn og sam­bands­stjórn Sjó­manna­sam­bands Íslands þakk­ar Hólm­geiri af al­hug fyr­ir hans störf fyr­ir ís­lenska sjó­menn. Hann hætt­ir með sæmd. Við ósk­um hon­um gleðistunda í bíl­skúrn­um við renni­bekk­inn í framtíðinni.

Þakk­ir

Ég þakka fyr­ir það traust sem sjó­menn hafa sýnt mér og for­ystu Sjó­manna­sam­bands Íslands á síðasta þingi SSÍ sl. haust með end­ur­kjöri mínu og stjórn­ar­inn­ar og með samþykki kjara­samn­ings­ins í fe­brú­ar.

Kæru sjó­menn og fjöl­skyld­ur, inni­leg­ar og kær­ar hátíðarkveðjur til ykk­ar á sjó­mannadag­inn 2024.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: