„Nú er það bara toppurinn næst“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ég er ótrú­lega ánægður að sjá þess­ar fyrstu töl­ur,“ tjáði Jón Gn­arr stuðnings­mönn­um sín­um þegar hann gekk inn á kosn­inga­vöku sína sína á Á bístró í Elliðaár­dal. Þá höfðu 10% tal­inna at­kvæða fallið hon­um í skaut.

    „Við erum í fjórða sæti!“ hrópaði hann og upp­skar ösk­ur og lófa­klapp. 

    „Nú er það bara topp­ur­inn næst,“ bætti hann við og eins og við mátti bú­ast heyrðust enn hærri fagnaðaróp.

    Aldrei verið svona þreytt­ur

    „Ég er eft­ir­huga ógeðslega þreytt­ur. Ég hef aldrei á æv­inni verið svona þreytt­ur. Ég hefði aldrei kom­ist hérna án ykk­ar hjálp­ar,“ sagði hann og þakkað síðan öll­um sem kusu sig, studdu sig, ekki síst þeim sem gáfu fram­boðinu pen­ing og þeim sem gáfu Jóni „pepp á Face­book og svona“.

    „Nótt­in er ung, nótt­in er æðis­leg. Guð blessi Ísland.“

    Jón Gnarr söng og dansaði þegar hann steig upp á …
    Jón Gn­arr söng og dansaði þegar hann steig upp á svið. mbl.is/​Agn­ar
    mbl.is