„Þetta er ævintýralegur sigur“

Samsett mynd

Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Bif­röst, seg­ir sig­ur Höllu Tóm­as­dótt­ur í ný­af­stöðnum for­seta­kosn­ing­um vera stór­glæsi­leg­an.

„Þetta er auðvitað mögnuð niðurstaða og er ekk­ert minna en stór­kost­leg­ur ár­ang­ur hjá Höllu Tóm­as­dótt­ur sem skaust frammúr á loka­metr­un­um eft­ir að hafa mælst nán­ast með ekk­ert fylgi lengi vel. Þetta er æv­in­týra­leg­ur sig­ur,“ seg­ir Ei­rík­ur Berg­mann við mbl.is.

Hann seg­ir að það sem hafi gerst er að lengi vel hafi þrír fram­bjóðend­ur bar­ist um það að telj­ast keppi­naut­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og það hafi aldrei verið aug­ljóst hver það væri.

Fylgið fór af Baldri og Höllu Hrund

„Nú gerðist það á síðustu tveim­ur dög­un­um að Halla Tóm­as­dótt­ir náði þeirri stöðu og þá fór fylgið að safn­ast að henni. Það ótrú­lega ris sem hún náði hélt áfram vegna þess að fylgið fór af Baldri og Höllu Hrund sem hefðu hugs­an­lega getað tal­ist keppi­naut­ar.“

Hann seg­ir að þetta skýri að Halla Tóm­as­dótt­ir hafi skot­ist frammúr fyr­ir utan alla þá góðu kosti sem prýði hana.

Kaus þjóðin taktískt eins og sum­ir hafa haldið fram?

„Taktísk kosn­ing þýðir í þessu til­viki ein­vörðungu það að fólk vill ekki kasta at­kvæði sínu á glæ. Það vill kjósa ein­hvern sem það tel­ur að eigi mögu­leika á sigri. Það er auðvitað taktísk kosn­ing ef þú vel­ur ekki þann sem þú vild­ir helst held­ur ein­hvern ann­an. Það þýðir ekki endi­lega að at­kvæðið sé gegn ein­hverj­um til­tekn­um,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Fylgi Katrín­ar var orðið fast

Ei­rík­ur seg­ir að það hafi sést á síðustu dög­un­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar að hvorki Bald­ur né Halla Hrund hafi átti raun­hæfa mögu­leika á sigri og þar með hafi farið tölu­vert af þeirra at­kvæðum farið til þeirra sem áttu raun­hæfa mögu­leika.

Hann seg­ir að fylgi Katrín­ar hafi verið orðið fast og hafi ekki breyst mikið en það sem hafi gerst er að keppi­nauta fylg­in hafi safn­ast að Höllu Tóm­as­dótt­ur og það skýri niður­stöðu kosn­ing­anna að ein­hverju leyti.

Sex fram­bjóðend­ur fengu und­ir 1.500 at­kvæði í kosn­ing­un­um sem er sá fjöldi meðmæla sem þurfti til að bjóða sig fram. Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son sló met yfir fæst at­kvæði í for­seta­kosn­ing­um en hann hlaut 101 at­kvæði. Gamla metið átti Hild­ur Þórðardótt­ir sem fékk 294 at­kvæði í for­seta­kosn­ing­un­um 2016. 

„Fólk vissi það fyr­ir löngu síðan að eng­inn þess­ara sex átti mögu­leika og ég myndi kannski segja að það hafi aldrei verið nema fjór­ir – og hugs­an­lega fimm eft­ir at­vik­um – sem töld­ust eiga raun­hæfa mögu­leika,“ seg­ir Ei­rík­ur Berg­mann.

mbl.is