Stuðið er ekki bara að finna á kosningavökum forsetaframbjóðendanna, það er líka að finna á X, áður Twitter.
Hef ekki séð ORG í fjölda ára en hann er nákvæmlega eins og fyrir 20+ árum. Er hann geymdur í formalíni á milli viðtala? #forseti24
— Sverrir Gauti (@SGAUTI2) June 2, 2024
Ólafur Þ. Harðarson er geitin. #forseti24
— GUNN4R 4NDR345🇵🇸 (@GunnarAndreasK) June 2, 2024
Þú veist að þú býrð í litlu landi þegar þátttakendur í kjöri til forseta þekkja ALLA sína kjósendur með nafni. #forseti24
— Björgvin Magnússon (@bjorgvinm1) June 2, 2024
Fyrsta vestræna þjóð til að eiga taktískan forseta, blast. #forseti24
— k8mduifyling (@sinceyouweredog) June 2, 2024
Halla T og co er fjölskyldan sem ég vil á Bessastaði, “ég er stoltur af þér mamma, í alvöru” náði okkur öllum #forseti24
— Kolbrún Birna 🇵🇸 (@kolla_swag666) June 2, 2024
Mikið sé ég samt eftir Guðna sem forseta.
— Marvin Vald (@MarvinVald) June 2, 2024
Vandaðri mann er erfitt að finna.
En vááá…..hvað ég er ánægður með næsta forseta, Höllu Téé❤️🙏#forseti24
Haffi Haff í partýinu hjá Höllu Tómasar....Ástþór ábyggilega fuming heima í sófa að horfa á þetta #forseti24
— Birkir Björnsson (@birkirbjoss) June 2, 2024
Ég held að Halla Hrund gæti alveg orðið góður kandídat síðar meir en hún þarf að fara á færri Dale Carnegie námskeið og fleiri Improv Ísland námskeið.
— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason (@dullurass) June 1, 2024
Dýrka þessa þungbúnu menn sem lesa upp tölur úr kjördæmum. Strangheiðarlegt.#forseti24 #kosningar
— Jón Heiðar Ragnheiðarson (@Jonheidar) June 2, 2024
ÓLA RAGNAR STYLE #forseti24 pic.twitter.com/zu0m1F6ldv
— I STAND WITH UKRAINE 🇺🇦 (@Heidos777) June 2, 2024
Ásdís Rán, ísdrottning okkar allra= "Ég er offically búin að taka að mér friðarmálin þannig að þið megið búast við mér á 4 ára fresti næstu 30 árin"
— Elva Ágústsdóttir (@ElvaAgusts) June 1, 2024
Veit ekki með ykkur en ég er alveg til í að fylgjast með kappræðum með henni næstu áratugina.#forseti24
Það er Guðni og sokkarnir og það er Baldur sem hefði átt að bjóða sig fram. #forseti24 pic.twitter.com/nZ48y5Hkyb
— KonniWaage (@konninn) June 2, 2024