Ungt fólk komið með nóg af skautun

Arent Orri, Indiana og Ásthildur Bertha eru stolt af sinni …
Arent Orri, Indiana og Ásthildur Bertha eru stolt af sinni konu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ungt fólk sem studdi Höllu Tóm­as­dótt­ur til embætt­is for­seta Íslands von­ast til að hún muni ná að draga úr skaut­un í ís­lensku sam­fé­lagi.

Miðað við tal­in at­kvæði stefn­ir í að Halla verði næsti for­seti lýðveld­is­ins.

Ar­ent Orri J. Claessen, Indi­ana Breiðfjörð og Ásthild­ur Bertha Bjark­ar­dótt­ir eru öll 22 ára há­skóla­nem­ar og komu að kosn­inga­bar­áttu Höllu. Þau tóku meðal ann­ars þátt í að opna kosn­inga­skrif­stofu fyr­ir ungt fólk og hjálpuðu til við gerð efn­is fyr­ir sam­fé­lags­miðla, sér­stak­lega TikT­ok.

Þau segja sitt helsta mark­mið með þátt­töku í fram­boði Höllu hafa verið að auka kosn­ingaþátt­töku ungs fólks og fá það til að kynna sér alla fram­bjóðend­ur. Þá hafi kosn­inga­miðstöð unga fólks­ins að mörgu leyti verið sjálf­stæð, en auðvitað hafi verið unnið í sam­starfi við fram­boð Höllu. 

„Von­andi verður þetta for­dæmi fyr­ir aðrar framtíðarbar­átt­ur, að það sé sér­stak­lega verið að miða að þess­um hóp með þess­um hætti,“ seg­ir Ar­ent.

Spenna og stress

Ar­ent, Ásthild­ur og Indi­ana segj­ast hafa verið mjög spennt fyr­ir kvöld­inu. Það hafi ekki verið ljóst hvernig þetta myndi fara.

„Síðustu tvo sól­ar­hringa er maður bara bú­inn að skipt­ast á því á fimm mín­útna fresti að finna fyr­ir stressi og spennu,“ seg­ir Indi­ana.

„Samt ein­hvern veg­inn innst inn var maður alltaf með svona til­finn­ingu um að þetta gæti fallið með okk­ur, þetta gæti gerst,“ seg­ir Ásthild­ur.

Kom­in með nóg af skaut­un

Spurð hvað það sé sem þau von­ist eft­ir að sjá frá Höllu í embætti for­seta seg­ir Ar­ent:

„Eitt­hvað ferskt og eitt­hvað nýtt. Það hlýt­ur að vera flest­um ljóst að það sem sé mest ógn­in við okk­ar sam­fé­lag er skaut­un og þessi póla­ríser­ing á öllu. Ef að það er eitt­hvað sem henni tekst að draga úr, þá er það eitt og sér bara nóg. Ég held að þessi kona sé akkúrat til þess fall­in að geta gert ná­kvæm­lega það.“

„Hún hef­ur ótrú­lega sam­ein­ing­ar­krafta,“ bæt­ir Indi­ana við.

Spurð hvort ungt fólk sé komið með nóg af skaut­un svara þau öll ját­andi.

mbl.is