ABBA sameinuð í afhendingu riddaramerkis

ABBA er ein vinsælasta hljómsveit allra tíma.
ABBA er ein vinsælasta hljómsveit allra tíma. AFP

All­ir fjór­ir meðlim­ir heims­frægu hljóm­sveit­ar­inn­ar ABBA, þau Björn Ul­vaeus, Anni-Frid Lyngstad, Agnetha Fältskog og Benny And­ers­son hafa fengið eitt virt­asta ridd­ara­merki Svíþjóðar, Royal Or­der of Vasa, en 50 ár eru liðin síðan heiðurs­merkið var síðast af­hent.

Karl Gúst­af Sví­a­kon­ung­ur heiðraði hljóm­sveit­ina fyr­ir menn­ing­ar­leg áhrif þeirra en sveit­in fékk sænska popp­tónlist til að blómstra út um all­an heim. 

Meðlim­ir hljóm­sveit­ar­inn­ar sam­einuðust við af­hend­ingu ridd­ara­merk­is­ins á föstu­dag. 

Tóku aft­ur upp hefðina

Sænska kon­ungs­fjöl­skyld­an hætti að heiðra al­menna borg­ara árið 1975 en þingið samþykkti að taka aft­ur upp hefðina árið 2022. 

Hafa ekki sungið sam­an í yfir 40 ár

ABBA er ein ást­sæl­asta popp­hljóm­sveit allra tíma þrátt fyr­ir að hafa ekki komið fram síðan á bresku tón­list­ar­sen­unni The LateLate Break­fast Show á BBC árið 1982. Vin­sæld­irn­ar hafa aðeins auk­ist eft­ir að mynd­irn­ar Mamma Mia! og Mamma Mia Hera We Go Again komu út sem hafa heillað ungu kyn­slóðirn­ar upp úr skón­um. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by ABBA (@abba)

People

The Guar­di­an

mbl.is