„Ég hafði alltaf trú á henni“

Frá vinstri: Aðalbjörg Baldursdóttir, Hafsteinn Þór Guðjónsson og Aðalheiður Júlírós …
Frá vinstri: Aðalbjörg Baldursdóttir, Hafsteinn Þór Guðjónsson og Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir. Samsett mynd/mbl.is/Vallý

Mik­ill fjöldi fólks kom sam­an þegar Halla Tóm­as­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti Íslands, ávarpaði þjóðina fyr­ir utan heim­ili sitt í Reykja­vík í gær. Blaðamaður mbl.is var á svæðinu og tók púls­inn á fólki.

„Ég hafði alltaf trú á henni“

Aðal­björg Bald­urs­dótt­ir var mætt að heilla nýj­an for­set­ann.

Hvers vegna ertu kom­in hingað í dag?

„Til þess að heilla þessa flottu konu, sem er næsti for­seti.“

Kaust þú Höllu?

„Já.“

Hvernig for­seti held­ur þú að hún verði?

„Ég held hún verði bara frá­bær, hún er glaðleg, já­kvæð, fal­leg og flott kona.“

Kom það þér á óvart að hún hafi unnið kosn­ing­arn­ar?

„Nei alls ekki, ég hafði alltaf trú á henni og var að vona það.“

Kaust þú hana líka árið 2016?

„Nei, reynd­ar ekki. En mér hef­ur alltaf lit­ist vel á hana. Hún er búin að gera svo margt frá­bært.“

Aðalbjörg Baldursdóttir.
Aðal­björg Bald­urs­dótt­ir. mbl.is/​Vallý

„She is fabu­lous“

Haf­steinn Þór Guðjóns­son, bet­ur þekkt­ur sem Haffi Haff, var glaður í bragði þegar blaðamaður hitti á hann.

Hvers vegna ert þú kom­inn hér í dag?

„Ég er hérna til þess að styðja mömmu mína, hún er mjög spennt fyr­ir Höllu. Ég hef æðis­lega gam­an af því að sjá fólkið og auðvitað vill maður styðja alla, við erum þjóð og þetta er æðis­lega fal­legt og það verður mjög spenn­andi að sjá þegar Halla og fjöl­skyld­an koma.“

Hvernig líst þér á hana sem næsta for­seta?

She is fabu­lous, ég hef trú á henni.“

Kaust þú Höllu?

„Ég segi ekki það sem ég kýs, það er leynd­ar­mál. En ég styð alla sem taka þátt í kosn­ing­un­um og ég ætla að styðja Höllu í dag sem for­seta Íslands.“

Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff.
Haf­steinn Þór Guðjóns­son, bet­ur þekkt­ur sem Haffi Haff. mbl.is/​Vallý

„Mér finnst hún frá­bær“

Aðal­heiður Júlí­rós Óskars­dótt­ir var mætt til að styðja nýj­an for­seta.

Hvers vegna ert þú kom­in hér í dag?

„Ég vil styðja við hana Höllu, mér finnst hún frá­bær.“

Hvernig held­ur þú að hún verði sem næsti for­seti Íslands?

„Hún á eft­ir að standa sig ótrú­lega vel. Ég hef mikla trú á henni.“

Kom það þér á óvart að hún hafi unnið kosn­ing­arn­ar?

„Nei, alls ekki.“

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir.
Aðal­heiður Júlí­rós Óskars­dótt­ir. mbl.is/​Vallý
mbl.is