Risu úr sætum fyrir Höllu

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands. mbl.isKristinn Magnússon

Fyrsti þing­fund­ur síðan 17. maí hófst með því að Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, óskaði ný­kjörn­um for­seta Íslands, Höllu Tóm­as­dótt­ur, til ham­ingju með kjörið. 

Minnti Birg­ir á að sam­starf þings og for­seta væri mikið og bað hann svo þingið um að rísa upp úr sæt­um til að staðfesta orð hans og risu þá þing­menn úr sæt­um sín­um. Á dag­skrá þings­ins í dag er meðal ann­ars óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tími.

At­hygli vakti í morg­un þegar fundi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar var óvænt frestað án út­skýr­inga. Til stóð að af­greiða út­lend­inga­frum­varpið úr nefnd­inni í dag.

Þingmenn risu úr sætum fyrir Höllu Tómasdóttur.
Þing­menn risu úr sæt­um fyr­ir Höllu Tóm­as­dótt­ur. Skjá­skot/​Vef­ur Alþing­is
mbl.is