Sjúkdómurinn er að buga geðheilsuna

Christina Applegate ásamt dóttur sinni, Sadie Grace. Stúlkan hefur verið …
Christina Applegate ásamt dóttur sinni, Sadie Grace. Stúlkan hefur verið stoð og stytta móður sinnar. AFP

Banda­ríska leik­kon­an Christ­ina App­lega­te hef­ur rætt op­in­skátt um bar­áttu sína við MS-sjúk­dóm­inn (e. multiple scleros­is) síðastliðin ár. Hún byrjaði með hlaðvarpsþátt­inn MeSsy ásamt góðvin­konu sinni, leik­kon­unni Jamie-Lynn Sigler, sem sjálf hef­ur glímt við MS-sjúk­dóm­inn í ríf­lega 20 ár, fyrr á þessu ári.

Í nýj­asta hlaðvarpsþætti stall­anna ræddi App­lega­te um áhrif sjúk­dóms­ins á geðheilsu sína en leik­kon­an viður­kenndi að hafa upp­lifað and­leg­ar lægðir allt frá því hún greind­ist með MS-sjúk­dóm­inn árið 2021. 

„Ég er að upp­lifa lægð núna, þá fyrstu í lang­an tíma. Ég sit föst í myrkr­inu. Aldrei liðið jafn illa á æv­inni. Ég hugsa um að deyja, það hræðir mig,“ sagði App­lega­te við Sigler og viður­kenndi að hún nyti ekki lífs­ins. „Lífið er ekki skemmti­legt leng­ur. Mér finnst það ekki gam­an.“ 

Sigler sagðist skilja gremj­una. „Líf í fötluðum lík­ama er alls ekki auðvelt. Það er mjög erfitt, en það sem ger­ir lífið enn þá erfiðara er þegar þú berð það sam­an við lífið sem þú lifðir fyr­ir grein­ingu. Þegar þú finn­ur að þú ert til­bú­in að samþykkja lífið í sinni nýju mynd þá sérðu að það er margt til að lifa líf­inu fyr­ir.“

App­lega­te, sem hóf leik­fer­il sinn árið 1972 með smá­hlut­verki í sápuóper­unni Days of Our Lives, hef­ur lítið sést op­in­ber­lega frá því hún greind­ist en leik­kon­an var meðal gesta á Emmy-verðlauna­hátíðinni í janú­ar. Hún af­henti verðlaun ásamt Ant­hony And­er­son og fékk stand­andi upp­klapp frá hátíðargest­um.  



mbl.is