Stutt við kaup á nýju björgunarskipi

Ragnar Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands, Hafrún Ævarsdóttir og Höskuldur …
Ragnar Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands, Hafrún Ævarsdóttir og Höskuldur Árnason björgunarsveitafólk og Guðmundur Smári Guðmundsson stjórnarformaður FMIS

„Okk­ur á Snæ­fellsnesi er mik­il­vægt að starf­andi séu öfl­ug­ar björg­un­ar­sveit­ir. Þetta skipt­ir miklu fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og því er okk­ur kært að geta lagt lið,“ seg­ir Ragn­ar Smári Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Fisk­markaðar Íslands ehf. í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Aðal­fund­ur fé­lags­ins var hald­inn á dög­un­um og við það til­efni var Björg­un­ar­báta­sjóði Snæ­fell­ness af­hent­ur einn­ar millj­ón­ar króna styrk­ur. Und­ir merkj­um þess sjóðs er nú safnað fyr­ir kaup­um á nýju björg­un­ar­skipi sem vænt­an­legt er und­ir lok þessa árs.

Safn­ast þegar sam­an kem­ur

Síðustu ár hef­ur verið unnið að end­ur­nýj­un á flota björg­un­ar­skipa Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar (SL) sem eru hring­inn í kring­um landið. Nokk­ur skip eru kom­in og þess sem fer á Snæ­fells­nes og verður með heima­höfn á Rifi er vænst í haust. Skemmst er frá því að segja að nokk­ur áskor­un er að kaupa skip.

Nýr grip­ur kost­ar 324 millj. kr. Sam­kvæmt sam­komu­lagi greiðir ríkið helm­ing og fjórðung­ur kem­ur frá SL. Það sem upp á vant­ar, það er ¼, er hlut­ur björg­un­ar­báta­sjóðsins sem þarf að leggja til 81 millj­ón kr.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: