Brim fær 20% makrílkvótans

Íslensku uppsjávarskipin hafa fengið úthlutað rúmlega 111 þúsund tonna makrílkvóta …
Íslensku uppsjávarskipin hafa fengið úthlutað rúmlega 111 þúsund tonna makrílkvóta fyrir vertíð ársins. Á myndinni landar Sigurður VE sem gerður er út af Ísfélagi hf. makríl á Þórshöfn. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Lokið var við út­hlut­un mak­ríl­kvóta árs­ins í gær og var til skipt­anna 111.533 tonn, en út­gerðirn­ar hafa auk þess tæp­lega 8.744 tonna ónýtt­an mak­ríl­kvóta frá síðasta ári. Hef­ur ís­lenski flot­inn því heim­ild til að veiða tæp 120.756 tonn á þessu ári.

Mesta mak­ríl­kvót­ann fær Brim hf. og nema heim­ild­irn­ar 22.687 tonn­um eða um 20% af út­hlutuðum afla­heim­ild­um í teg­und­inni.Næst á eft­ir fylg­ir Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um sem ásamt dótt­ur­fé­lag­inu Hug­inn fékk 15.450 tonna mak­ríl­kvóta.

Alls fengu sex út­gerðir meira en tíu þúsund tonna mak­ríl­kvóta og eru þær sam­an­lagt með um 81% af heild­arkvóta Íslend­inga.

Veiðarn­ar lík­leg­ast utan lög­sögu

Tölu­verðar lík­ur eru á að ís­lensku skip­in þurfi að elta uppi mak­ríl­inn utan ís­lenskr­ar lög­sögu þar sem ekki er bú­ist við mik­illi mak­ríl­göngu á Íslands­mið í sum­ar.

Skort­ur á mak­ríl um­hverf­is Ísland hef­ur verið vax­andi áhyggju­efni þar sem það er talið draga úr lög­mæti til­kalls Íslands til hlut­deild­ar í mak­ríl­veiðunum, en enn er ósamið um þenn­an mik­il­væga nytja­stofn.

mbl.is