Fá ágæt verð á mörkuðum

Strandveiðisjómenn geta verið ánægðir með verð á mörkuðum en í …
Strandveiðisjómenn geta verið ánægðir með verð á mörkuðum en í gær var meðalverð á slægðum þorski á fiskmörkuðum um 649 krónur á kíló. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Meðal­verð á þorski á fisk­mörkuðum lands­ins þetta strand­veiðitíma­bil ætl­ar að verða ágætt, að minnsta kosti miðað við fyrstu 26 sölu­daga frá og með 2. maí síðastliðnum.

Verð á slægðum þorski var tölu­vert lægra á fyrsta degi strand­veiða í ár borið sam­an við meðal­verð á mörkuðum sama dag á síðasta ári en þó aðeins hætti en árið 2022. Verð hækkaði hins veg­ar ört og hef­ur verið á slægðum þorski verið að jafnaði hærra frá upp­hafi strand­veiða fram í byrj­un júní en á sama tíma­bili und­an­far­in tvö ár og náði meðal­verð rúm­lega 649 krón­um í gær.

Ef litið er til óslægðs þorsks hef­ur meðal­verð ekki verið sér­lega hátt og er nærri meðaltali síðustu tveggja ára, að tveim­ur síðustu sölu­dög­um und­an­tekn­um þegar verð hef­ur verið um 527 krón­ur.

Veðurfarið und­an­farið hef­ur lík­lega haft áhrif á fram­boð þorsks á mörkuðum og ýtt und­ir verðhækk­un. Einnig er vert að geta þess að fjöl­marg­ir bát­ar með kvóta hafa klárað sín­ar heim­ild­ir.

mbl.is